Lífið

Jafnar sig á árás

Lewis er búin að jafna sig á líkamsárásinni sem hún varð fyrir í október.
Lewis er búin að jafna sig á líkamsárásinni sem hún varð fyrir í október.

Breska söngkonan Leona Lewis segist vera búin að jafna sig á líkamsárásinni sem hún varð fyrir í bókabúð í London í október. Þá vatt sér ókunnur maður upp að henni er hún var að árita sjálfsævisögu sína og sló hana í andlitið. „Til að byrja með var þetta mikið áfall og ég var í miklu uppnámi en núna er ég eiginlega búin að jafna mig. Ég vil bara horfa fram á veginn og ég vil ekki láta þetta hafa áhrif á mig. Enda hefur það ekki gert það,“ sagði hin 24 ára Lewis.

Árásarmaðurinn játaði sekt sína í réttasal fyrir skömmu og á yfir höfði sér fangavist. Leona segist ennþá vera ósköp venjuleg manneskja þrátt fyrir frægðina. „Ég held að fólk líti á mig eins og stúlkuna í næsta húsi, sem ég er eiginlega. Ég er mjög jarðbundin og ánægð með að fólk líti þannig á mig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.