Körfubolti

Jón Ólafur var sjóðheitur á fyrsta Reykjanes Cup mótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Ólafur Jónsson með verðlaun sín sem besti leikmaður Reykjanes Cup mótsins 2009.
Jón Ólafur Jónsson með verðlaun sín sem besti leikmaður Reykjanes Cup mótsins 2009. Mynd/ÓskarÓ

Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson var valinn besti leikmaðurinn á fyrsta Reykjanes Cup mótinu sem lauk í gær. Jón Ólafur kórónaði frábært mót með því að skora 31 stig í úrslitaleiknum þar sem Snæfell vann 99-81 sigur á Njarðvík.

Jón Ólafur var með 27,0 stig og 6,0 fráköst að meðaltali á aðeins 25,3 mínútum í mótinu en hann hitti meðal annars úr 10 af 15 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 66,7 prósent skotnýtingu. Jón Ólafur nýtti alls 62,8 prósent skota sinna og tapaði aðeins 2 boltum allt mótið.

Jón Ólafur var með 28 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar í 86-79 sigri á Grindavík. Hann var síðan með 22 stig og 7 fráköst í 95-59 sigri á Breiðabliki. Í úrslitaleiknum skoraði Jón eins og áður sagði 31 stig auk þess að taka 7 fráköst en hann hitti úr 10 af 15 skotum sínum í leiknum.

Flest stig á Reykjanes Cup mótinu

1. Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli 27,0

2. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 20,7

3. Justin Shouse, Stjörnunni 19,0

4. Jovan Zdravevski, Stjörnunni 18,3

5. Páll Axel Vilbergsson,Grindavík 15,7

5. Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík 15,7

7. Emil Þór Jóhannsson, Snæfelli 14,0

8. Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli 13,7

8. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík 13,7

10. Guðmundur Jónsson, Njarðvík 13,3

Flest fráköst á Reykjanes Cup mótinu:

1. Hlynur Bæringsson, Snæfelli 12,7

2. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík 12,0

3. Ómar Sævarsson, Grindavík 9,3

4. Páll Kristinsson, Njarðvík 8,3

4. Þorsteinn Gunnlaugsson, Breiðabliki 8,3

6. Fannar Freyr Helgason, Stjörnunni 7,7

6. Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli 7,7

8. Ágúst Angantýsson, Breiðabliki 7,3

9. Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 7,0

10. Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli 6,0

10. Birgir Björn Pétursson, Stjörnunni 6,0

Flestar stoðsendingar á Reykjanes Cup mótinu:

1. Justin Shouse, Stjörnunni 6,7

2. Arnar Freyr Jónsson, Grindavík 5,7

3. Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfelli 5,3

4. Þorleifur Ólafsson, Grindavík 4,3

4. Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli 4,3

6. Hlynur Bæringsson, Snæfelli 4,0

6. Brenton Birmingham, Grindavík 4,0

8. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 3,7

9. Elentínus Margeirsson, Keflavík 3,3

9. Þorsteinn Gunnlaugsson, Breiðabliki 3,3






Fleiri fréttir

Sjá meira


×