Körfubolti

Benedikt spáir í leiki kvöldsins: Væri til í að sjá alla þessa þrjá leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn hafa þegar fagnað tveimur eftirminnilegum sigrum á KR á þessu ári.
Stjörnumenn hafa þegar fagnað tveimur eftirminnilegum sigrum á KR á þessu ári. Mynd/Daníel
Vísir fékk Benedikt Guðmundsson, þjálfara toppliðs KR í Iceland Express deild kvenna til þess að spá fyrir um þrjá leiki í karladeildinni í kvöld. Allt eru þetta leikir sem geta ráðið miklu um endanlega stöðu liðanna í deildinni.

„Þetta er alveg svakalegt kvöld. Ég var einmitt að segja það við einn þjálfarann í deildinni í gærkvöldi að maður væri til í að sjá alla þessa þrjá leiki. Þetta er þannig kvöld að þetta eru allt fjögurra stiga leikir," segir Benedikt um leikina þrjá í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá hvað Benedikt hafði að segja um leikina þrjá.

Njarðvík-Keflavík í Njarðvík klukkan 19.15

„Ég á mjög erfitt með að spá fyrir um þennan leik. Ég þarf meira að tippa á þennan leik og ef ég yrði að spá einhverju þá myndi ég setja á Keflavík. Ég held að þessi leikur sé algjörlega jafn fyrirfram. Þetta verður einn af þessum leikjum þar sem hvert einasta smáatriði á eftir að skipta máli. Liðin er gríðarlega áþekk," segir Benedikt.



KR-Stjarnan í DHl-Höllini klukkan 19.15

„Ég held að KR taki þennan leik með tíu stigum. Í bland er það að sjálfsögðu óskhyggja og hlutdrægni og allt það. Stjarnan hefur verið á fínu róli í vetur en ég held að það sé kominn tími á það fyrir KR-inga að losa sig við þessa Stjörnugrýlu," segir Benedikt.



Hamar-Breiðablik í Hveragerði

„Mér finnst Gústi vera að kreista allt sem hægt er að kreista út úr þessu Hamarsliði og svo er Raven (Hrafn Kristjánsson) kominn með nýtt lið innan gæsalappa. Hann er komin með tvo nýja menn og einhverja til baka úr meiðslum. Þetta verður svakalegur leikur en ætli ég spái ekki Hamri sigri útaf heimavellinum og að Blikarnir eru meira spurningarmerki. Þetta stendur og fellur með því hvernig Blikarnir ráða við svæðisvörnina hjá Hamri," segir Benedikt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×