Fram vann í dag öruggan sigur á hollenska liðinu Aalsmeer, 30-23, í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarkeppninnar í handbolta.
Liðin mætast að nýju hér á landi um næstu helgi og staða Framara því góð. Staðan í hálfleik var 18-11, Fram í vil.
Haraldur Þorvarðarson skoraði sex mörk fyrir Fram og Andri Berg Haraldsson fimm. Magnús Erlendsson varði 24 skot í markinu, þar af eitt víti.
Þetta kom fram á heimasíðu Fram.
Öruggt hjá Fram í Hollandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
