Lífið

Fær ekki að snúa aftur

Ronnie Wood er einn eftir að hafa sagt skilið við Ivanóvu. Jo Wood, fyrrverandi eiginkona hans, vill ekki sjá hann aftur.NOrdic PHotos/Getty
Ronnie Wood er einn eftir að hafa sagt skilið við Ivanóvu. Jo Wood, fyrrverandi eiginkona hans, vill ekki sjá hann aftur.NOrdic PHotos/Getty

Jo Wood, fyrrverandi eiginkona Ronnies Wood, hefur staðfest við fjölmiðla að hann sé hættur með hinni barnungu fyrirsætu Ekaterinu Ivanóvu. Jo hefur jafnframt lýst því yfir að Ronnie fái ekki að stíga fæti inn fyrir hennar dyr. „Hann er ekki velkominn aftur,“ sagði Jo í samtali við Daily Mail. Jo og Ronnie, sem er liðsmaður The Rolling Stones, voru gift í 23 ár þegar þau skildu fremur óvænt eftir að Ronnie vildi yngja aðeins upp.

Nýverið var síðan greint frá því að rússneska fyrirsætan og Ronnie ættu ekki skap saman og var stónsarinn meðal annars handtekinn á heimili þeirra eftir að hafa slegið til Ivanóvu. En nú er þetta ástarævintýri Ronnies úti og hann nagar sig eflaust í handarbökin fyrir að hafa eyðilagt svona langlíft hjónaband sem er nú álíka sjaldgæft í skemmtanabransanum og hvítir hrafnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.