Við björgum okkur sjálf Jón Sigurðsson skrifar 24. júlí 2009 07:30 Það voru mikilvæg söguleg tímamót þegar Alþingi samþykkti að fela ríkisstjórninni að leita eftir fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu. En hér er þó aðeins um áfanga að ræða og úrslit málsins enn alveg óráðin. Aðildarumsókn Íslands er ekki skammtímamál. Hún er alhliða stefnuyfirlýsing íslensku þjóðarinnar til langrar framtíðar. Það er hættulegur misskilningur að málið tengist sérstaklega tímabundnum erfiðleikum - eins og t.d. hruni íslensku bankanna. Tillögur um aðild voru fyrir löngu komnar fram og deilur hafa lengi staðið um málið. Íslendingar sækjast eftir fullri aðild að Evrópusambandinu til þess að ljúka löngu aðlögunarferli sem þegar hefur fært þjóðinni margvíslegar framfarir. En Íslendingar eru núna annars flokks aðildarþjóð Evrópusambandsins, auka-land, háð fylgiríki. Við óskum þess að verða fullgild þátttökuþjóð, fullvalda aðildarríki. Við Íslendingar teljum enga aðra tilhögun geta til langframa hentað eða fullnægt óskum okkar, hagsmunum okkar og þjóðarmetnaði okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Frjáls þjóð gerir slíka kröfu til sjálfrar sín og til annarra. Það er beinlínis óviðeigandi og stórhættulegt að tengja aðildarumsóknina við einhver styrkja-, sníkju- eða kröfugerðarviðhorf. Það er alveg villandi að festa umsóknina við einhverjar kröfur eða drauma um að losna undan óhjákvæmilegum og beinum kostnaði af efnahagsógöngum eða af sjálfsögðu erfiði við að byggja aftur upp eigið fjármálakerfi. Fjármálakerfið á ekki aðeins að mæta fjárhagslegum og efnahagslegum kröfum heldur á það líka að fullnægja stolti þjóðarinnar af því að bera sjálf sínar byrðar og eiga sjálf heiðurinn af eigin afrekum og árangri. Íslendingar ganga ekki í Evrópusambandið til þess að SÆKJA einvörðungu heldur ekki síður til að FÆRA þar fram sinn skerf. Við erum fullgild evrópsk menningar- og lýðræðisþjóð og hegðum okkur samkvæmt því. Við ryðjum okkur til rúms í samræmi við það. Í því efni varðar meira um ýmislegt annað en peninga eða fjárhag. Við viljum engar ölmusur. Um leið styrkjum við menningu og fullveldi Íslands í hópi þjóðanna í sterkum þjóðræknisanda. Innan Evrópusambandsins mætum við mörgum öðrum þjóðum sem fylgja sömu stefnumiðum, hver þjóð fyrir sig. Þar eigum við marga stolta samherja. Þar eru Írar og Skotar, Finnar og Eistar, Lettar og Litháar, Tékkar og Slóvakar, Maltverjar, Ungverjar og Slóvenar meðal annarra. Þar eru Álendingar, Azoreyingar, Sikileyingar, Kýpverjar og Korsíkumenn, Baskar og Bretónar, Kanaríeyingar og Katalóníumenn - auk fleiri minnihlutaþjóða og þjóðarbrota. Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður að bera fram í samræmi við þessi sjónarmið. Andstæðingar aðildar reyna að tengja hana við uppgjöf fullveldis og þjóðernis og brotthvarf frá þjóðrækni og þjóðarmetnaði. Þeir reyna í áróðri að spyrða hana saman við einhvers konar sníkjuhugsun og vesaldóm. Slíkt munu Íslendingar aldrei samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þátttaka, samstarf og samvinna eru öllum til góðs. En engir útlendingar bjarga okkur - og eiga ekki að reyna það. Það gerum við sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Það voru mikilvæg söguleg tímamót þegar Alþingi samþykkti að fela ríkisstjórninni að leita eftir fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu. En hér er þó aðeins um áfanga að ræða og úrslit málsins enn alveg óráðin. Aðildarumsókn Íslands er ekki skammtímamál. Hún er alhliða stefnuyfirlýsing íslensku þjóðarinnar til langrar framtíðar. Það er hættulegur misskilningur að málið tengist sérstaklega tímabundnum erfiðleikum - eins og t.d. hruni íslensku bankanna. Tillögur um aðild voru fyrir löngu komnar fram og deilur hafa lengi staðið um málið. Íslendingar sækjast eftir fullri aðild að Evrópusambandinu til þess að ljúka löngu aðlögunarferli sem þegar hefur fært þjóðinni margvíslegar framfarir. En Íslendingar eru núna annars flokks aðildarþjóð Evrópusambandsins, auka-land, háð fylgiríki. Við óskum þess að verða fullgild þátttökuþjóð, fullvalda aðildarríki. Við Íslendingar teljum enga aðra tilhögun geta til langframa hentað eða fullnægt óskum okkar, hagsmunum okkar og þjóðarmetnaði okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Frjáls þjóð gerir slíka kröfu til sjálfrar sín og til annarra. Það er beinlínis óviðeigandi og stórhættulegt að tengja aðildarumsóknina við einhver styrkja-, sníkju- eða kröfugerðarviðhorf. Það er alveg villandi að festa umsóknina við einhverjar kröfur eða drauma um að losna undan óhjákvæmilegum og beinum kostnaði af efnahagsógöngum eða af sjálfsögðu erfiði við að byggja aftur upp eigið fjármálakerfi. Fjármálakerfið á ekki aðeins að mæta fjárhagslegum og efnahagslegum kröfum heldur á það líka að fullnægja stolti þjóðarinnar af því að bera sjálf sínar byrðar og eiga sjálf heiðurinn af eigin afrekum og árangri. Íslendingar ganga ekki í Evrópusambandið til þess að SÆKJA einvörðungu heldur ekki síður til að FÆRA þar fram sinn skerf. Við erum fullgild evrópsk menningar- og lýðræðisþjóð og hegðum okkur samkvæmt því. Við ryðjum okkur til rúms í samræmi við það. Í því efni varðar meira um ýmislegt annað en peninga eða fjárhag. Við viljum engar ölmusur. Um leið styrkjum við menningu og fullveldi Íslands í hópi þjóðanna í sterkum þjóðræknisanda. Innan Evrópusambandsins mætum við mörgum öðrum þjóðum sem fylgja sömu stefnumiðum, hver þjóð fyrir sig. Þar eigum við marga stolta samherja. Þar eru Írar og Skotar, Finnar og Eistar, Lettar og Litháar, Tékkar og Slóvakar, Maltverjar, Ungverjar og Slóvenar meðal annarra. Þar eru Álendingar, Azoreyingar, Sikileyingar, Kýpverjar og Korsíkumenn, Baskar og Bretónar, Kanaríeyingar og Katalóníumenn - auk fleiri minnihlutaþjóða og þjóðarbrota. Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður að bera fram í samræmi við þessi sjónarmið. Andstæðingar aðildar reyna að tengja hana við uppgjöf fullveldis og þjóðernis og brotthvarf frá þjóðrækni og þjóðarmetnaði. Þeir reyna í áróðri að spyrða hana saman við einhvers konar sníkjuhugsun og vesaldóm. Slíkt munu Íslendingar aldrei samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þátttaka, samstarf og samvinna eru öllum til góðs. En engir útlendingar bjarga okkur - og eiga ekki að reyna það. Það gerum við sjálf.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun