Lífið

Elma Lísa selur dótið sitt í dag

Elma Lísa býður upp á kaffi og smákökur og ókeypis tískuráðgjöf.
Elma Lísa býður upp á kaffi og smákökur og ókeypis tískuráðgjöf.

Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir heldur sölumarkað á Lindargötu 6 í Fílhúsinu fyrir aftan Þjóðleikhúsið í dag, laugardag, frá klukkan 11 - 18.

„Það verður ýmis hátíðarvarningur í boði," svarar Elma Lísa aðspurð hvað hún ætlar að selja og segir:

„Yfirhafnir, skart, klútar, leggings, glingur, pallíettuvesen, kjólar, skór og fleiri skór og bara flest það sem gleður augað og fyllir skápinn."

„Verðið er afar neytendavænt, fer eftir dótinu sem um ræðir, frá 500

kalli og upp úr. Það er algjörlega þess virði að kíkja og forðast þannig súrt

stefnumót við jólaköttinn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.