Stjarnan vann auðveldan tíu marka sigur, 30-40, á HK er liðin mættust í Digranesinu í kvöld.
Elísabet Gunnarsdóttir í Stjörnunni og HK-stelpan Elín Anna Baldursdóttir áttu báðar stórleik og skoruðu ellefu mörk í leiknum.
Stjarnan í öðru sæti deildarinnar með 8 stig en HK í þvi sjöunda með 2 stig.
HK-Stjarnan 30-40 (13-22)
Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 11, Lilja Lind Pálsdóttir 6, Elva Björg Arnarsdóttir 5, Gerður Arinbjarnar 2, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Líney Rut Guðmundsdóttir 2, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2.
Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnarsdóttir 11, Alina Tamasan 6, Kristín Clausen 6, Þórhildur Gunnarsdóttir 6, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 4, Esther Ragnarsdóttir 2.