Sport

Williams-systur kaupa hlut í NFL-liði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Venus og Serena verða á vellinum í vetur, það er að segja fótboltavellinum.
Venus og Serena verða á vellinum í vetur, það er að segja fótboltavellinum.

Tennis-systurnar Venus og Serena Williams hafa ákveðið að fjárfesta í hlut í NFL-liðinu Miami Dolphins. Ekki er búið að ganga frá kaupunum en samkomulag er næstum í höfn.

Systurnar búa báðar í Flórída og það aðeins einum klukkutíma frá heimavelli Dolphins, Dolphins Stadium.

Þær verða fyrstu þeldökku einstaklingarnir sem eiga stóran hlut í NFL-liði.

Stjörnurnar hafa keppst um að kaupa í Dolphins síðustu mánuði. Gloria og Emilio keyptu í félaginu sem og söngvarinn Marc Anthony. Annar söngvari, Jimmy Buffett, á einnig í félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×