Barnsmóðir Cage vill fjárfúlgu og hús Atli Steinn Guðmundsson skrifar 10. desember 2009 08:31 Hollywood-stjarnan Nicholas Cage á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en fyrrverandi kærasta krefur hann um milljónir dollara og hús að auki. Það er Christina Fulton, barnsmóðir Cage, sem ryðst nú fram með her lögfræðinga og vill 13 milljónir dollara, jafnvirði 1,6 milljarða króna, í bætur vegna ýmissa skulda sem hún fullyrðir að Samuel J Levin, bókari Cage, hafi komið henni í. Eins heldur hún því blákalt fram að Cage hafi, meðan á sambandi þeirra stóð, lofað henni húsi í Los Angeles og nú telur hún tímabært að fá það hús afhent án frekari tafa. Lögfræðingur Cage segir þessar kröfur gjörsamlega út í hött, dómstóll hafi þegar dæmt að Cage skuli greiða Fulton 6.000 dollara í framfærslukostnað mánaðarlega og þar við sitji. Frekari kröfur séu algjörlega úr lausu lofti gripnar og þarna sannist það óyggjandi á karlinum að öllum góðverkum fylgi refsing. Þessi nýja og óvænta kröfulýsing Fulton er það efsta í bunkanum af fjölda fjárhagslegra áfalla sem leikarinn reynir nú af veikum mætti að vinna sig í gegnum og lítið þýðir víst að leita á náðir bókarans góða, Levin, þar sem hann á að sögn Cage langmesta sök á óreiðunni. Neyðist Cage nú til að selja fjölda fasteigna um allan heim til að reyna að standa í skilum því fyrrverandi kærustur eru ekki eina vandamálið, skatturinn krefur hann um sex milljónir dollara af vangreiddum tekjuskatti. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Hollywood-stjarnan Nicholas Cage á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en fyrrverandi kærasta krefur hann um milljónir dollara og hús að auki. Það er Christina Fulton, barnsmóðir Cage, sem ryðst nú fram með her lögfræðinga og vill 13 milljónir dollara, jafnvirði 1,6 milljarða króna, í bætur vegna ýmissa skulda sem hún fullyrðir að Samuel J Levin, bókari Cage, hafi komið henni í. Eins heldur hún því blákalt fram að Cage hafi, meðan á sambandi þeirra stóð, lofað henni húsi í Los Angeles og nú telur hún tímabært að fá það hús afhent án frekari tafa. Lögfræðingur Cage segir þessar kröfur gjörsamlega út í hött, dómstóll hafi þegar dæmt að Cage skuli greiða Fulton 6.000 dollara í framfærslukostnað mánaðarlega og þar við sitji. Frekari kröfur séu algjörlega úr lausu lofti gripnar og þarna sannist það óyggjandi á karlinum að öllum góðverkum fylgi refsing. Þessi nýja og óvænta kröfulýsing Fulton er það efsta í bunkanum af fjölda fjárhagslegra áfalla sem leikarinn reynir nú af veikum mætti að vinna sig í gegnum og lítið þýðir víst að leita á náðir bókarans góða, Levin, þar sem hann á að sögn Cage langmesta sök á óreiðunni. Neyðist Cage nú til að selja fjölda fasteigna um allan heim til að reyna að standa í skilum því fyrrverandi kærustur eru ekki eina vandamálið, skatturinn krefur hann um sex milljónir dollara af vangreiddum tekjuskatti.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“