Lífið

Jólatónleikar Sniglabandsins

Karlajól. Það er smá fyllirí á jólaplötu Sniglabandsins.
Mynd/tratti
Karlajól. Það er smá fyllirí á jólaplötu Sniglabandsins. Mynd/tratti

Þótt fólk tengi Sniglabandið jólunum vegna Jólahjólsins er það þó ekki fyrr en núna sem fyrsta jólaplata bandsins kemur út. Jól meiri jól heitir hún og verður kynnt á jólatónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld og á Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið.

„Nokkur laganna verða flutt af einhverjum persónum, ýmist þjóðkunnum persónum, persónum sem við vissum ekki að væru til en könnumst samt við eða jafnvel persónum sem við vildum að væru til en eru sennilega ekki til. Ég er ekki að tala um jólasveinana, þeir eru til,“ segir Skúli Gautason, mjög leyndardómsfullur.

„Þessi plata fer í ýmsar áttar, meðal annars til eyjunnar grænu, Írlands. Það er smá Pogues-fílingur í sumum lögunum,“ segir Friðþjófur „Diddi“ Sigurðsson. „Það heyrist að platan er gerð af karlmönnum, en hún er vitanlega fyrir alla. Það er svolítið fyllirí á plötunni. Menn að vakna eftir hádegi á aðfangadag og koma sér í gírinn.“

Áreiðanlegar heimildir herma að Stefán muni syngja Jólahjólið í réttri tóntegund á tónleikunum. Nema það verði Andrés önd.- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.