Lífið

Kaupir skáldsögu

steven spielberg Leikstjórinn hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Warhorse.
steven spielberg Leikstjórinn hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Warhorse.

Leikstjórinn Steven Spielberg hefur keypt kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Warhorse eftir Michael Morpurgo sem kom út árið 1982.

Bókin fjallar um samband ungs drengs og hestsins hans meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stendur. Lee Hall mun skrifa handrit myndarinnar en hann hefur á ferilskránni handritið að hinni vinsælu Billy Elliott.

„Um leið og ég las bókina vissi ég að mig langaði að gera þessa mynd. Boðskapur myndarinnar ætti að höfða til fólks um allan heim," sagði Spielberg, sem hefur áður tekist á við síðari heimsstyrjöldina í myndunum Saving Private Ryan og Schindler"s List, auk sjónvarpsþáttanna Band of Brothers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.