Körfubolti

Logi: Vorum eins og aumingjar í byrjun

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Logi Gunnarsson
Logi Gunnarsson
Logi Gunnarsson var alls ekki sáttur við leik Íslands eftir tapið gegn Austurríki í kvöld og þá sérstaklega slaka byrjun liðsins.

"Við hleyptum þeim allt of langt frá okkur í byrjun. Í leiknum á móti Hollandi þá byrjum við vel og þeir elta okkur. Manni líður alltaf betur í þeirri stöðu og við stóðumst þeirra áhlaup þá en núna vorum við að elta og þeir héldu okkur fyrir aftan sig. Við byrjuðum of illa og vorum eins og aumingjar í byrjun sem er óafsakanlegt," sagði Logi.

"Við fórum í þennan leik til að vinna og klára sumarið á góðum nótum. Við vorum ekki langt frá því en það er léleg byrjun sem veldur því að við náum að halda í við þá."

"Það gæti verið að veikindin hafi setið í okkur en það er engin afsökun. Við vorum komnir í þennan leik og tilbúnir að spila, það er engin afsökun fyrir því að byrja eins og aumingjar."

"Þegar við spilum vel erum við mjög góðir, þegar við berjumst í vörninni og berjumst út um allan völl erum við góðir en þegar við byrjum svona illa eins og við gerum og erum ekki með ákafa í okkar leik þá erum við eftir á. Það er ákveðinn veikleiki að geta ekki haldið þessari baráttu í allan tímann."

"Þó þriðja sætið hefði ekki gefið okkur neitt þá var það okkar markmið að ná því sæti og við verðum að gera betur næst. Við megum ekki gleyma því að leikirnir gegn Dönum og Hollandi voru góðir, við megum ekki horfa bara í þessa tvo síðustu leiki sem ekki voru góðir. Við vorum góðir á köflum í kvöld og við byggjum á þessu góða," sagði Logi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×