Handbolti

Stjarnan lagði Val í framlengingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stjörnustúlkur eru komnar í úrslit.
Stjörnustúlkur eru komnar í úrslit.

Það verða Fram og Stjarnan sem mætast í úrslitum N1-deildar kvenna. Stjarnan tryggði sig inn í úrslitin í kvöld með dramatískum sigri á Val, 30-28, eftir framlengingu.

Leikurinn var bráðfjörugur og æsispennandi allan tímann. Mikið gekk á undir lok venjulegs leiktíma en þá fékk Florentina Stanciu, hinn frábæri markvörður Stjörnunnar, meðal annars að líta rauða spjaldið. Mjög strangur dómur.

Valsstúlkur fuku af velli með tveggja mínútna brottvísun í framlengingunni og það reyndist þeim dýrkeypt.

Valur var yfir um tíma en Kristín Clausen skoraði tvö mikilvæg mörk og kom Stjörnunni yfir. Hin unga Þorgerður Anna Atladóttir tók síðan af skarið í lokasókninni og kláraði leikinn fyrir Stjörnuna.

Fram og Stjarnan börðust hatrammlega um titilinn í fyrra og þá hafði Stjarnan betur. Fram fær nú tækifæri til að hefna.

Mörk Stjörnunnar: Alina Petrache 9, Þorgerður Atladóttir 6, Kristín Clausen 4, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 4, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 1.

Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 10, Ágústa Edda Björnsdóttir 5, Eva Barna 3, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 1, Dagný Skúladóttir 1, Hafrún Kristjánsdóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×