Rætur hrunsins Þorvaldur Gylfason skrifar 26. febrúar 2009 06:00 Ísland þarf nú að margra dómi nýja stjórnarskrá, þótt ófullkomleiki stjórnarskrárinnar sé ekki aðalorsök hrunsins. Íslendingar búa að stofni til við sömu stjórnarskrá og Danir. Þau ákvæði, sem Danir hafa bætt inn í stjórnarskrá sína og Íslendingar ekki, eru ekki frumorsök þess, að fjármálakerfi Danmerkur stendur föstum fótum öndvert bankahruninu hér. Þau bregða samt birtu á baklandið. Danir hafa breytt stjórnarskrá sinni til að draga úr valdi ráðherra og auka stjórnskipulegt vald þingsins. Þriðjungur þingmanna þar getur krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp önnur en til fjárlaga og skattalaga, en ekki hér. Danir geta ekki sagt öðrum þjóðum stríð á hendur nema með samþykki þingsins; hér heima dugir tveggja manna tal. Óvíst er, hvort sjálfstæðara og sterkara Alþingi hefði tryggt heilbrigða einkavæðingu bankanna og dregið úr líkum hruns, en það er hugsanlegt. Bankahrunið kallar á bætur fyrir gamla vanhirðu (úrelt stjórnarskrá, mannréttindabrot í kvótakerfinu, slagsíða í kosningalögum o.fl.). Rætur hrunsins liggja sumar þar og í veilum í lögum og veikri framfylgd laga. Veilur í lögumKosningalöggjöfin hefur frá öndverðu verið rangsnúin. Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, varaði Alþingi við afleiðingum ójafns kosningarréttar, og það hafa margir aðrir menn gert æ síðan. Breytingar á kosningalögum hafa þó ævinlega verið of seint á ferðinni og gengið of skammt. Stjórnmálamenn sömdu kosningalögin öðrum þræði til að tryggja eigin hag. Nær hefði verið að fela sérstökum dómi - til dæmis Landsdómi með nýrri löggjöf - að semja kosningalög án atbeina stjórnmálaflokkanna. Misvægi atkvæðisréttar í kosningalögunum á umtalsverðan þátt í brotalömum kvótakerfisins, sem stjórnmálastéttin notaði til að búa til nýja stétt auðmanna líkt og gert var um svipað leyti í Rússlandi. Kvótakerfið varðaði veginn að misheppnaðri einkavæðingu bankanna eftir svipaðri forskrift og þá um leið að hruni þeirra fáeinum árum síðar. Þetta hangir saman.Einn angi vandans er lagaheimild frá 1997 til að veðsetja veiðiheimildir, þótt sjávarauðlindin eigi að heita sameign þjóðarinnar að lögum. Lögin leyfa mönnum beinlínis að veðsetja eigur annarra. Menn kasta höndunum til fjárfestingar fyrir lánsfé með veði í eigum annarra, enda ramba skuldum vafin útvegsfyrirtæki nú mörg á barmi gjaldþrots. Endurbornir ríkisbankar hafa eignazt hluta kvótans, sem er því aftur kominn í eigu almennings. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað, að kvótakerfið feli í sér mannréttindabrot, og skorað á stjórnvöld að breyta kerfinu. Nýja ríkisstjórnin virðist ekki ætla að taka þeirri áskorun eða setja hana í samhengi við hrunið. Annar angi vandans er önnur lagaheimild frá 1997 til banka og annarra fjármálastofnana til að veita lán til að kaupa bréf í bönkunum með veði í bréfunum sjálfum. Þessi heimild er ígildi skotleyfis á skattgreiðendur. Slík bankaviðskipti eru áhættulaus fyrir kaupandann. Ef bréfin hækka í verði, hagnast kaupandinn; ef þau lækka, tekur bankinn skellinn eða skattgreiðendur ef svo ber við. Aðstoðarmaður forsætisráðherra fékk áhættulaust ofurlán í Kaupþingi og auðgaðist vel á því, en bankinn komst í þrot, og skattgreiðendur þurfa að borga brúsann. Annar fyrrum aðstoðarmaður forsætisráðherra ber sem stjórnarmaður í sjóðum Glitnis ábyrgð á meintum lögbrotum. Enn annar fyrrum aðstoðarmaður forsætisráðherra fékk óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir efnahagsbrot eftir að hann hætti störfum í ráðuneytinu. Veik framfylgd lagaLögbrot hafa lengi verið látin viðgangast á Íslandi. Sigurður Nordal prófessor vitnar um vandann í Skírni 1925. Bjarni Benediktsson, síðar forsætisráðherra, ber vitni í einkabréfum 1934 og þannig áfram. Margir vissu, en enginn gerði neitt; þess vegna héldu lögbrotin áfram. Brottkast og löndun fram hjá vikt viðgangast í stórum stíl samkvæmt ítrekuðum frásögnum sjómanna, en lögreglan hefst ekki að. Innherjaviðskipti í bönkunum voru algeng, svo sem vottar munu trúlega staðfesta við rannsóknarnefnd Alþingis og sérstakan saksóknara, en lögreglan horfir í aðrar áttir. Fyrrum bankastjóri Landsbankans hefur árum saman í grein eftir grein í Morgunblaðinu borið þungar sakir á nafngreinda bankamenn, en löggan hrýtur. Atli Gíslason alþingismaður og hæstaréttarlögmaður hefur lýst lögbrotum á hendur eigendum bankanna og stjórnendum. Sigurður Einarsson áður stjórnarformaður Kaupþings hefur í Fréttablaðinu sakað bankastjórn Seðlabankans um ólöglegan upplýsingaleka. Í þessu ljósi þarf að skoða kröfuna um rannsókn á aðdraganda hrunsins og eftirleik af hálfu óvilhallra erlendra manna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Ísland þarf nú að margra dómi nýja stjórnarskrá, þótt ófullkomleiki stjórnarskrárinnar sé ekki aðalorsök hrunsins. Íslendingar búa að stofni til við sömu stjórnarskrá og Danir. Þau ákvæði, sem Danir hafa bætt inn í stjórnarskrá sína og Íslendingar ekki, eru ekki frumorsök þess, að fjármálakerfi Danmerkur stendur föstum fótum öndvert bankahruninu hér. Þau bregða samt birtu á baklandið. Danir hafa breytt stjórnarskrá sinni til að draga úr valdi ráðherra og auka stjórnskipulegt vald þingsins. Þriðjungur þingmanna þar getur krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp önnur en til fjárlaga og skattalaga, en ekki hér. Danir geta ekki sagt öðrum þjóðum stríð á hendur nema með samþykki þingsins; hér heima dugir tveggja manna tal. Óvíst er, hvort sjálfstæðara og sterkara Alþingi hefði tryggt heilbrigða einkavæðingu bankanna og dregið úr líkum hruns, en það er hugsanlegt. Bankahrunið kallar á bætur fyrir gamla vanhirðu (úrelt stjórnarskrá, mannréttindabrot í kvótakerfinu, slagsíða í kosningalögum o.fl.). Rætur hrunsins liggja sumar þar og í veilum í lögum og veikri framfylgd laga. Veilur í lögumKosningalöggjöfin hefur frá öndverðu verið rangsnúin. Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, varaði Alþingi við afleiðingum ójafns kosningarréttar, og það hafa margir aðrir menn gert æ síðan. Breytingar á kosningalögum hafa þó ævinlega verið of seint á ferðinni og gengið of skammt. Stjórnmálamenn sömdu kosningalögin öðrum þræði til að tryggja eigin hag. Nær hefði verið að fela sérstökum dómi - til dæmis Landsdómi með nýrri löggjöf - að semja kosningalög án atbeina stjórnmálaflokkanna. Misvægi atkvæðisréttar í kosningalögunum á umtalsverðan þátt í brotalömum kvótakerfisins, sem stjórnmálastéttin notaði til að búa til nýja stétt auðmanna líkt og gert var um svipað leyti í Rússlandi. Kvótakerfið varðaði veginn að misheppnaðri einkavæðingu bankanna eftir svipaðri forskrift og þá um leið að hruni þeirra fáeinum árum síðar. Þetta hangir saman.Einn angi vandans er lagaheimild frá 1997 til að veðsetja veiðiheimildir, þótt sjávarauðlindin eigi að heita sameign þjóðarinnar að lögum. Lögin leyfa mönnum beinlínis að veðsetja eigur annarra. Menn kasta höndunum til fjárfestingar fyrir lánsfé með veði í eigum annarra, enda ramba skuldum vafin útvegsfyrirtæki nú mörg á barmi gjaldþrots. Endurbornir ríkisbankar hafa eignazt hluta kvótans, sem er því aftur kominn í eigu almennings. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað, að kvótakerfið feli í sér mannréttindabrot, og skorað á stjórnvöld að breyta kerfinu. Nýja ríkisstjórnin virðist ekki ætla að taka þeirri áskorun eða setja hana í samhengi við hrunið. Annar angi vandans er önnur lagaheimild frá 1997 til banka og annarra fjármálastofnana til að veita lán til að kaupa bréf í bönkunum með veði í bréfunum sjálfum. Þessi heimild er ígildi skotleyfis á skattgreiðendur. Slík bankaviðskipti eru áhættulaus fyrir kaupandann. Ef bréfin hækka í verði, hagnast kaupandinn; ef þau lækka, tekur bankinn skellinn eða skattgreiðendur ef svo ber við. Aðstoðarmaður forsætisráðherra fékk áhættulaust ofurlán í Kaupþingi og auðgaðist vel á því, en bankinn komst í þrot, og skattgreiðendur þurfa að borga brúsann. Annar fyrrum aðstoðarmaður forsætisráðherra ber sem stjórnarmaður í sjóðum Glitnis ábyrgð á meintum lögbrotum. Enn annar fyrrum aðstoðarmaður forsætisráðherra fékk óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir efnahagsbrot eftir að hann hætti störfum í ráðuneytinu. Veik framfylgd lagaLögbrot hafa lengi verið látin viðgangast á Íslandi. Sigurður Nordal prófessor vitnar um vandann í Skírni 1925. Bjarni Benediktsson, síðar forsætisráðherra, ber vitni í einkabréfum 1934 og þannig áfram. Margir vissu, en enginn gerði neitt; þess vegna héldu lögbrotin áfram. Brottkast og löndun fram hjá vikt viðgangast í stórum stíl samkvæmt ítrekuðum frásögnum sjómanna, en lögreglan hefst ekki að. Innherjaviðskipti í bönkunum voru algeng, svo sem vottar munu trúlega staðfesta við rannsóknarnefnd Alþingis og sérstakan saksóknara, en lögreglan horfir í aðrar áttir. Fyrrum bankastjóri Landsbankans hefur árum saman í grein eftir grein í Morgunblaðinu borið þungar sakir á nafngreinda bankamenn, en löggan hrýtur. Atli Gíslason alþingismaður og hæstaréttarlögmaður hefur lýst lögbrotum á hendur eigendum bankanna og stjórnendum. Sigurður Einarsson áður stjórnarformaður Kaupþings hefur í Fréttablaðinu sakað bankastjórn Seðlabankans um ólöglegan upplýsingaleka. Í þessu ljósi þarf að skoða kröfuna um rannsókn á aðdraganda hrunsins og eftirleik af hálfu óvilhallra erlendra manna.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun