Lífið

Föt Coldplay til sölu

Láta gott af sér leiða Allur hagnaður af sölunni á fötum og varningi Coldplay mun renna til Kids Company góðgerðarsamtakanna.
Láta gott af sér leiða Allur hagnaður af sölunni á fötum og varningi Coldplay mun renna til Kids Company góðgerðarsamtakanna.

Coldplay ætla að selja föt sín og gefa ágóðann til góðgerðarmála. Hljómsveitin vonast til að safna þúsundum punda fyrir Kids Company góðgerðarsamtökin með því að selja fatnað svo sem skó sem þeir klæddust á Glastonbury tónlistarhátíðinni og fyrsta gítar söngvarans Chris Martin. Þá ætla þeir að selja jakkana fjóra sem hljómsveitarmeðlimirnir bjuggu sjálfir til og klæddust á heimstónleikaferðalagi sínu Viva la Vida.

Talið er að mesti hagnaðurinn muni hljótast af sölu á gítar Chris, en hann notaði gítarinn til að semja mörg af fyrstu slögurum Coldplay. Annar varningur verður einnig til sölu, svo sem snjáð derhúfa gítarleikarans Jonny Buckland sem hann var með daglega á tónleikaferðalagi sveitarinnar. Salan fer fram á eBay síðu Kids Company og stendur yfir til 31. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.