Lífið

Saman í Fuglabúri

Gunnar Þórðarson og Svavar Knútur leiða saman hesta sína í Fríkirkjunni.fréttablaðið/anton
Gunnar Þórðarson og Svavar Knútur leiða saman hesta sína í Fríkirkjunni.fréttablaðið/anton

Fimmtudaginn sautjánda desember mun Gunnar Þórðarson og trúbadorinn Svavar Knútur leiða saman hesta sína og flytja ásamt strengjasveit sérlega hátíðardagskrá í Fríkirkjunni. Þar gefst áhorfendum kostur á að kynnast tónlist þessara listamanna í afslöppuðu umhverfi. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Fuglabúrið sem er skipulögð í samstarfi FTT og Reykjavík Grapevine þar sem leitast er við að brúa kynslóða- og tónbil milli ólíkra listamanna.

Fyrstu tónleikarnir voru í byrjun sumars með mæðgunum Bryndísi Jakobsdóttur og Ragnhildi Gísladóttur. Svo var röðin komin að Megasi og Ólöfu Arnalds og í þriðja Fuglabúrinu sem var haldið í lok sumars voru það Bubbi Morthens og Hafdís Huld sem léku listir sínar.

Miðaverð á tónleikana í Fríkirkjunni er 2.000 krónur. Kirkjan verður opnuð klukkan 20 og hefjast tónleikarnir klukkan 21. Takmarkaður miðafjöldi er í boði og fást miðar á Midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.