Lífið

Sigur Rósar-kvöld í París

Sigur rós Hljómsveitin Sigur Rós verður í sviðsljósinu í París næstkomandi laugardag. 
fréttablaðið/Gva
Sigur rós Hljómsveitin Sigur Rós verður í sviðsljósinu í París næstkomandi laugardag. fréttablaðið/Gva

Sérstakt Sigur Rósar-kvöld verður haldið í kvikmyndahúsinu Elysées Biarritz í París næsta laugardag. Þar verða sýndar heimildarmyndirnar Heima og Hlemmur, sem hafa báðar að geyma tónlist Sigur Rósar, ásamt stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, Síðasti bærinn, með tónlist hljómborðsleikarans Kjartans Sveinssonar.

Einnig verða tónlistarmyndbönd sveitarinnar verða sýnd. Fulltrúar Sigur Rósar á kvikmyndakvöldinu verða trommarinn Orri Páll Dýrason, Dean de Blois, leikstjóri Heima, og Jon Best, umboðsmaður Sigur Rósar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.