Lífið

Kjánalegar pælingar

Fellur fyrir andstæðu sinni Gerard Butler segir vangaveltur um ástarlíf hans kjánalegar.
Fellur fyrir andstæðu sinni Gerard Butler segir vangaveltur um ástarlíf hans kjánalegar.

Gerard Butler er nú á ferð og flugi við að kynna nýjustu kvikmynd sína, Law Abiding Citizen. Í sjónvarpsviðtali í Englandi var hann spurður út í ástarlíf sitt og hvort hann hafi í raun átt í sambandi við leikkonurnar Jennifer Aniston og Lindsay Lohan. Butler þvertók fyrir það og sagði þessar vangaveltur vera orðnar kjánalegar.

„Sannleikurinn er að á meðan á öllu þessu stóð átti ég í nokkrum stuttum samböndum og enginn vissi af því. Á meðan voru glanstímaritin að spá hvort ég væri með einhverjum sem ég hafði kannski bara rætt við í nokkrar mínútur."

Butler, sem er fertugur, sagði jafnframt að hann heillaðist af konum sem hann ætti ekkert sameiginlegt með. „Ég fell oft fyrir klikkuðum stelpum sem mér finnst alveg frábærar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.