Körfubolti

Stigahæsti leikmaður Iceland Express deildarinnar í ÍR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nemanja Sovic skoraði 23,9 stig að meðaltali síðasta vetur.
Nemanja Sovic skoraði 23,9 stig að meðaltali síðasta vetur. Mynd/Anton

ÍR-ingar hafa fyllt skarð Ómars Sævarssonar með því að fá til sín Nemanja Sovic sem lék mjög vel með nýliðum Breiðabliks á síðasta tímabili. Sovic hefur spilað í fimm ár á Íslandi en hann kom fyrst hingað til Fjölnis tímabilið 2004-2005.

ÍR-ingar sendu frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að Jón Arnar Ingvarsson muni þjálfa liðið áfram og að allir leikmenn liðsins frá síðustu leiktíð munu vera áfram að Ómari Sævarssyni undanskildum.

Nemanja Sovic skoraði 23,9 stig að meðaltali í 22 leikjum í Iceland Express deild karla síðasta vetur og var stigahæsti leikmaður deildarinnar. Hann skorað 1,7 stigum meira en Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson sem kom honum næstur. Sovic var auk þess með 10,2 fráköst að meðaltali í leik.

Nemanja var sérstaklega heitur í leikjunum á móti ÍR sem Blikar unnu báða. Nemanja skoraði 27,0 stig í leikjunum tveimur og hitti meðal annars úr 8 af 10 þriggja stiga skotum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×