Körfubolti

Björn Steinar tryggði Grindavík sigur í framlengingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld.
Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld. Mynd/Anton

Grindavík vann í kvöld nauman sigur á Snæfelli á heimavelli í framlengdum leik í Iceland Express-deild karla, 95-94.

Það var Björn Steinar Brynjólfsson sem var hetja Grindvíkinga í leiknum en hann setti niður þrist á loksekúndu leiksins og tryggði sínum mönnum þar með sigurinn.

Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur leikmanna Grindavíkur með 21 stig en Ómar Örn Sævarsson kom næstur með fimmtán stig.

Hjá Snæfelli var Sigurður Þorvaldsson atkvæðamestur með 24 stig og tólf fráköst. Hlynur Bæringsson var með 23 stig og þrettán fráköst.

ÍR vann Fjölni á heimavelli, 84-73. Nemanja Sovic skoraði 26 stig í leiknum fyrir ÍR og Hreggviður Magnússon átján. Hjá Fjölni var Christopher Smith stigahæstur með 27 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst.

Tindastóll vann FSu, 103-52, á heimavelli. Svavar Atli Birgisson skoraði 23 stig og Amani Bin Daanish 21 fyrir Tindastól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×