Lífið

Laugarásvideó rís úr öskustónni

Slapp betur en á horfðist Gunnar Jósefsson opnar Laugarásvideó aftur í desember. Hann stefnir á að geta boðið aftur upp á stærsta dvd-safn landsins.
Fréttablaðið/pjetur
Slapp betur en á horfðist Gunnar Jósefsson opnar Laugarásvideó aftur í desember. Hann stefnir á að geta boðið aftur upp á stærsta dvd-safn landsins. Fréttablaðið/pjetur

Margur kvikmyndaáhugamaðurinn var harmi sleginn þegar Laugarásvideó brann í lok sumars. Þeir sömu geta nú andað léttar því leigan mun opna aftur á sama stað.

„Þetta leit hrikalega út og maður var ansi svartsýnn. Hélt hreinlega að 23 ára starf væri farið forgörðum á einni nóttu,“ segir Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvideós. „Þetta slapp þó betur en á horfðist því allavega fjörutíu prósent af dvd-diskunum eru í lagi. Maður er búinn að vera að þrífa, pússa og setja diskana í ný umslög í þrjá mánuði núna og svo náttúrlega bara að panta inn efni á fullu. Það er verið að koma húsnæðinu í samt lag og við stefnum á að opna aftur 12. desember næstkomandi. Það verður hátíð. Hljómsveitir að spila og snittur!“

Margir tóku brunann nærri sér og netsíðan Kvikmyndir.is setti söfnun í gang.

„Það söfnuðust nokkrir hundraðkallar sem nýttust vel í enduruppbygginguna,“ segir Gunnar. Hann er viss um að Laugarásvideó muni halda sérstöðu sinni og stefnir á að geta fljótlega staðið undir slagorði leigunnar og verið með stærsta dvd-safn landsins.

Það vita færri að Laugarásvideó starfrækir útibú í Borgarnesi. „Ég byrjaði fyrir jól í fyrra að keyra á Laugarásvideó-bílnum til Borgarness með fullt af diskum,“ segir Anna Ólöf Kristjánsdóttir, sem sér um Borgarnesútibúið.

„Við leigðum okkur bara íbúð – það var nóg af tómum íbúðum í Borgarnesi – og rákum leiguna þaðan til að byrja með. Vorum með afgreiðslukassann inni í eldhúsi. Leigan var bara opin um helgar en þetta mæltist svo vel fyrir að við ákváðum að opna í varanlegu húsnæði að Borgarbraut 52 og erum búin að vera þar síðan í mars. Þessi leiga er náttúrlega eitthvað öðruvísi en leigan í bænum, með minna úrval, en mikið af diskasafninu bjargaðist úr eldinum af því diskarnir voru í Borgarnesi.“drgunni@centrum.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.