Lífið

Sigurrós á sænsku plötuumslagi

Umslag Fanfarlo Ljósmynd eftir Lilju Birgisdóttur.
Umslag Fanfarlo Ljósmynd eftir Lilju Birgisdóttur.

Fanfarlo nefnist sænsk hljómsveit sem gerir út frá London. Hún hefur verið að vekja athygli fyrir fyrstu stóru plötuna sína, Reservoir. Myndin framan á umslagi plötunnar er alíslensk því ljósmyndina tók Lilja Birgisdóttir, systir Jónsa í Sigur Rós.

Á myndinni sjást Sigurrós Elín, hin systir Jónsa, með grímu, og frænka hennar Dísa, standandi í hlöðu í Mosfellsbæ. Sami maður sér um umboðsmennsku fyrir Sigur Rós og Fanfarlo og Jónsi er vinur sveitarinnar. Hann stakk upp á systrum sínum í djobbið. Hljómsveitin Sigur Rós er sem kunnugt er nefnd eftir Sigurrós Elínu. Hún hefur því sett mark sitt á rokksöguna þótt ung sé að árum.

Af Sigur Rós er svo að frétta að haugur af lögum með sveitinni mun hljóma í myndinni The boys are back með hjartaknúsaranum Clive Owen. Leikstjórinn Scott Hicks kom sérferð til Íslands til að sannfæra strákana um að leyfa notkun tónlistarinnar.

- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.