Slípað veruleikaflóttapönk 26. nóvember 2009 05:00 Sækja í sama brunn Morðingjarnir hamast: Haukur, Helgi og Atli. mynd/magnús axelsson Pönkpopptríóið Morðingjarnir er að senda frá sér plötu númer þrjú, Flóttinn mikli. Enn er hamast í gassaskap og dælt út melódísku eðalpönki. Haukur Viðar Alfreðsson, Morðingi, sagði Dr. Gunna að það sé ekkert kreppupönk á plötunni, bandið hafi afgreitt kreppuna snemma á síðasta ári. „Það er eitt og hálft ár síðan Áfram Ísland! kom út og þetta eru lögin sem hafa orðið til síðan,“ segir Haukur, blátt áfram. „Það er sótt í sama brunn en þessi plata er aðeins slípaðri. Á fyrri plötunum okkar vorum við með menn á tökkunum sem ýttu eiginlega bara á „rec“ - með fullri virðingu fyrir þeim - en nú var Axel „Flex“ Árnason pródúser eiginlega fjórði meðlimurinn. Hann ber ábyrgð á því að þetta er slípaðra, en lögin eru líka þess eðlis að það var auðveldara að slípa þau til.“ Ungir fram undir fertugt umslagið Flóttinn mikli. Haukur semur mest af efni Morðingjana en er svo lýðræðislega sinnaður að hann vill helst ekki að það sé tekið fram - „Þeir koma vissulega með sitt ómissandi innlegg.“ Hann vinnur á leikskóla (frétt með fyrirsögninni „Morðingi á leikskóla“ var einhvern tímann mest lesin einhvers staðar) og segir að lögin hafi mörg orðið til þar. „Maður er í söngstundum og kannski á milli laga fer maður að vinna í einhverjum köflum. Þangað til börnin fara að kvarta.“ Á plötunni eru mikið sungið um tilgangsleysi og lífsleiða. Sögumaður setur sig í spor manna sem eru í raun ennþá haldnir unglingaveiki með þeirri óvissu og óeirð sem þeim tíma fylgir, þótt þeir séu orðnir fullorðnir. „Textarnir á þessari plötu eru öðruvísi en það sem við höfum áður gert. Fyrsta platan var hálfgerð ádeila á hitt og þetta og allt voða flippað. Nú er þetta persónulegra og minna um þjóðfélagsádeilu. Ég held að mjög margir á okkar aldri geti fundið sig í þessum textum. Við erum af þeirri kynslóð sem gengur illa að díla við lífið þótt það ætti í raun að vera auðvelt. Ég held við höfum of mikla möguleika. Foreldrar okkar höfðu minna val og þurftu að takast á við lífið - það var ekki undan því komist - en við lifum á tímum þar sem fólk getur leift sér að vera ungt langt fram að fertugu, ef ekki lengur. Það er kannski gott að einhverju leiti, en það tekur fólk lengur að finna sig. Ég þekki fólk sem er þrítugt og býr enn í foreldrahúsum. Hefur aldrei flutt að heiman og það þykir ekkert skrítið. Það hefði nú verið hlegið að þannig fólki fyrir tuttugu árum síðan.“ Kreppupönk eldist illaHaukur segir að ekkert kreppupönk sé á Flóttanum mikla. „Það var vísvitandi gert. Síðasta plata (Áfram Ísland!) var eiginlega kreppuplata en það var bara ekki komin kreppa þegar platan kom út. Við grísuðum á þetta rosalega Nostradamusar-umslag (Ísland sundurtætt). Við vorum búnir að pönkast á kreppunni og forðuðumst því alveg kreppuhjakkið á nýju plötunni, þó margir virðist fíla kreppupönkið. Ég held bara að kreppupönk muni eldist illa og verði mjög fljótt leiðinlegt.“ Umslag nýju plötunnar sýnir stelpu fljúga upp á blöðrum. Inga Brynjarsdóttir og Una Laurenzen teiknuðu umslagið. Haukur segir þetta vera myndlíkingu. „Stelpan á umslaginu lifir í litdaufum og óáhugaverðum heimi. Hún nær þarna að stíga upp til betra lífs, mögulega. Við erum nú ekkert svona djúpir. En samt. Flóttinn mikli er Steve Mcqueen mynd sem við höldum allir mikið upp á en titill plötunnar vísar til þess sem fólk notar til að flýja raunveruleikann - hugbreytandi efni og kynferðislegar fantasíur og þar fram eftir götunum. Þegar fólk vill ekki horfa framan í gráan hversdagsleikann þá flýr það. Við erum konsept-rúnkarar. Ég veit það er svolítið glatað en okkur finnst það skemmtilegt.“ Morðingjarnir taka nokkur gigg fyrir jól, en Haukur segir bandið bíða með meiriháttar plötukynningu fram yfir áramót. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Pönkpopptríóið Morðingjarnir er að senda frá sér plötu númer þrjú, Flóttinn mikli. Enn er hamast í gassaskap og dælt út melódísku eðalpönki. Haukur Viðar Alfreðsson, Morðingi, sagði Dr. Gunna að það sé ekkert kreppupönk á plötunni, bandið hafi afgreitt kreppuna snemma á síðasta ári. „Það er eitt og hálft ár síðan Áfram Ísland! kom út og þetta eru lögin sem hafa orðið til síðan,“ segir Haukur, blátt áfram. „Það er sótt í sama brunn en þessi plata er aðeins slípaðri. Á fyrri plötunum okkar vorum við með menn á tökkunum sem ýttu eiginlega bara á „rec“ - með fullri virðingu fyrir þeim - en nú var Axel „Flex“ Árnason pródúser eiginlega fjórði meðlimurinn. Hann ber ábyrgð á því að þetta er slípaðra, en lögin eru líka þess eðlis að það var auðveldara að slípa þau til.“ Ungir fram undir fertugt umslagið Flóttinn mikli. Haukur semur mest af efni Morðingjana en er svo lýðræðislega sinnaður að hann vill helst ekki að það sé tekið fram - „Þeir koma vissulega með sitt ómissandi innlegg.“ Hann vinnur á leikskóla (frétt með fyrirsögninni „Morðingi á leikskóla“ var einhvern tímann mest lesin einhvers staðar) og segir að lögin hafi mörg orðið til þar. „Maður er í söngstundum og kannski á milli laga fer maður að vinna í einhverjum köflum. Þangað til börnin fara að kvarta.“ Á plötunni eru mikið sungið um tilgangsleysi og lífsleiða. Sögumaður setur sig í spor manna sem eru í raun ennþá haldnir unglingaveiki með þeirri óvissu og óeirð sem þeim tíma fylgir, þótt þeir séu orðnir fullorðnir. „Textarnir á þessari plötu eru öðruvísi en það sem við höfum áður gert. Fyrsta platan var hálfgerð ádeila á hitt og þetta og allt voða flippað. Nú er þetta persónulegra og minna um þjóðfélagsádeilu. Ég held að mjög margir á okkar aldri geti fundið sig í þessum textum. Við erum af þeirri kynslóð sem gengur illa að díla við lífið þótt það ætti í raun að vera auðvelt. Ég held við höfum of mikla möguleika. Foreldrar okkar höfðu minna val og þurftu að takast á við lífið - það var ekki undan því komist - en við lifum á tímum þar sem fólk getur leift sér að vera ungt langt fram að fertugu, ef ekki lengur. Það er kannski gott að einhverju leiti, en það tekur fólk lengur að finna sig. Ég þekki fólk sem er þrítugt og býr enn í foreldrahúsum. Hefur aldrei flutt að heiman og það þykir ekkert skrítið. Það hefði nú verið hlegið að þannig fólki fyrir tuttugu árum síðan.“ Kreppupönk eldist illaHaukur segir að ekkert kreppupönk sé á Flóttanum mikla. „Það var vísvitandi gert. Síðasta plata (Áfram Ísland!) var eiginlega kreppuplata en það var bara ekki komin kreppa þegar platan kom út. Við grísuðum á þetta rosalega Nostradamusar-umslag (Ísland sundurtætt). Við vorum búnir að pönkast á kreppunni og forðuðumst því alveg kreppuhjakkið á nýju plötunni, þó margir virðist fíla kreppupönkið. Ég held bara að kreppupönk muni eldist illa og verði mjög fljótt leiðinlegt.“ Umslag nýju plötunnar sýnir stelpu fljúga upp á blöðrum. Inga Brynjarsdóttir og Una Laurenzen teiknuðu umslagið. Haukur segir þetta vera myndlíkingu. „Stelpan á umslaginu lifir í litdaufum og óáhugaverðum heimi. Hún nær þarna að stíga upp til betra lífs, mögulega. Við erum nú ekkert svona djúpir. En samt. Flóttinn mikli er Steve Mcqueen mynd sem við höldum allir mikið upp á en titill plötunnar vísar til þess sem fólk notar til að flýja raunveruleikann - hugbreytandi efni og kynferðislegar fantasíur og þar fram eftir götunum. Þegar fólk vill ekki horfa framan í gráan hversdagsleikann þá flýr það. Við erum konsept-rúnkarar. Ég veit það er svolítið glatað en okkur finnst það skemmtilegt.“ Morðingjarnir taka nokkur gigg fyrir jól, en Haukur segir bandið bíða með meiriháttar plötukynningu fram yfir áramót. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira