Markaðslausnir í sjávarútvegi Þorsteinn Pálsson skrifar 15. ágúst 2009 00:01 Í öllum aðalatriðum eru aðeins tvær leiðir til að stjórna fiskveiðum. Önnur er sú að láta markaðslögmálin gilda um þróun atvinnugreinarinnar. Hin er að láta félagsleg sjónarmið ráða för. Segja má að hér hafi markaðsreglur með ákveðnum takmörkunum gilt á þessu sviði síðan 1990. Að baki þeirri stefnumörkun bjó að ná þurfti auknum árangri varðandi vernd fiskistofna og þjóðhagslega meiri hagkvæmni í rekstri. Lykillinn að báðum markmiðum felst í því að ná jafnvægi milli stærðar og sóknargetu fiskiskipastólsins annars vegar og afrakstursgetu fiskistofnanna hins vegar. Of stór floti þýðir meiri fjárfestingu en þörf er á. Hún kallar aftur á skammtíma sjónarmið útvegsmanna um að auka afla umfram ráðgjöf til að nýta fjárfestinguna. Of litlar veiðiheimildir á hverju skipi auka brottkast. Reynslan sýnir að frjálst framsal veiðiheimilda hefur reynst betur en miðstýring til þess að ná jafnvægi. Hér hafa skip ákveðna framseljanlega og varanlega hlutdeild í leyfðum heildarafla af hverri tegund. Markaðurinn er þó verulega takmarkaður. Heimildirnar eru bundnar við skip og má því ekki framselja hverjum sem er. Aflamark hvers fiskveiðiárs má aðeins leigja að ákveðnum hluta. Takmörk eru fyrir því hvað hver einstök útgerð getur átt stóra hlutdeild. Í veiðiheimildunum felast takmörkuð eignarréttindi. Þessi takmörkuðu eignarréttindi í varanlegum veiðiheimildum eru aftur undirstaða veðhæfni skipa og eru þannig forsenda fyrir fjárhagslegu sjálfstæði útgerðarfyrirtækja. Þetta kerfi hefur leitt til þess að við eigum nú færri en stærri og sterkari sjávarútvegsfyrirtæki en áður. Þau geta flest jafnað innbyrðis sveiflur í veiði og markaðsverði á ákveðnum tegundum. Við stöðug efnahagsskilyrði skila þau arði sem nýtist til fjárfestingar og atvinnusköpunar á öðrum sviðum. Að sama skapi eflast bæjarfélögin. Útvegsmenn sjá sér hag í langtíma nýtingarstefnu. Það minnkar þrýsting á ofveiði. Félagsleg markmiðHin hliðin á þessari þróun er vitaskuld sú að veikari útgerðir hafa látið undan síga. Sömu sögu er að segja um mörg minni byggðarlög. Trú margra er að þessu megi breyta með því að láta félagsleg sjónarmið um atvinnu og byggðamynstur ráða þróun atvinnugreinarinnar.Engri þjóð hefur á hinn bóginn tekist að ná viðunandi jafnvægi milli stærðar fiskiskipaflotans og afrakstursgetu fiskistofnanna með þeim hætti. Það gengur ekki upp að lofa sama fjölda starfa við fiskveiðar og áður var þrátt fyrir aukna tækni og ákveðnari veiðitakmarkanir. Það eru draumórar og ósannsögli.Reynsla þeirra þjóða sem stuðst hafa við félagslega stjórnun endurspeglar bæði opinbera styrki og ofveiði. Ríkar þjóðir þar sem sjávarútvegur er hrein aukabúgrein hafa leyft sér stjórnun af þessu tagi með því að skattleggja almenning til að brúa bilið. Þar sem sjávarútvegur er undirstöðuatvinnugrein gengur þetta ekki upp. Ríkisstyrkt fyrirtæki leysa heldur ekki vanda byggðaþróunar með því að þau eru ekki samkeppnishæf í launum. Ráðherrann og EvrópusambandskerfiðEvrópusambandsríkin hafa flest getað leyft sér félagsleg sjónarmið við fiskveiðistjórnun. Óánægja hefur þó stöðugt farið vaxandi innan sambandsins með framkvæmdina. Hún hefur leitt til óábyrgra veiða og skattborgararnir hafa ekki séð tilgang í taprekstri og rányrkju. Fyrir þá sök ræða menn á þeim vettvangi breytingar og horfa meðal annars til Íslands um þau efni.Á sama tíma og Evrópusambandið hefur gefið út nýja skýrslu um mistök félagslegrar stjórnunar ákveður ríkisstjórn Íslands hins vegar að taka hana upp. Veiðistjórnun Evrópusambandsins hefur verið helsti Þrándur í Götu aðildar Íslands. En nú er að því stefnt að taka upp alla galla gamla Evrópusambandskerfisins hér við land áður en til hugsanlegrar aðildar kemur.Það er ósmár tvískinnungurinn í yfirlýsingum sjávarútvegsráðherra þegar hann segist ætla að standa vörð um hagsmuni sjávarútvegsins í samningum við Evrópusambandið en áformar á sama tíma að innleiða úrelt stjórnkerfi þess af fúsum og frjálsum vilja. Það er í góðu samræmi við annað að ráðherrann stýri aðildarviðræðunum á sjávarútvegssviðinu og bregði síðan fæti fyrir samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og umsamið er milli stjórnarflokkanna.Eftir því sem pólitíkin í landinu liggur núna má vera að á endanum standi þjóðin frammi fyrir tveimur kostum: Að innleiða gamla úrelta fiskveiðistjórnun Evrópusambandsins og hafna aðild eða ganga í sambandið og verja rétt Íslands til veiða og hagkvæmrar stjórnunar á grundvelli takmarkaðra markaðsreglna eins og verið hefur.Fróðlegt væri að vita á hvora sveifina útvegsmenn leggjast ef kostirnir verða bara þessir tveir eins og margt bendir til. Ljóst ætti að vera að sjávarútveginum er meiri hætta búin af stefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum en aðild að Evrópusambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun
Í öllum aðalatriðum eru aðeins tvær leiðir til að stjórna fiskveiðum. Önnur er sú að láta markaðslögmálin gilda um þróun atvinnugreinarinnar. Hin er að láta félagsleg sjónarmið ráða för. Segja má að hér hafi markaðsreglur með ákveðnum takmörkunum gilt á þessu sviði síðan 1990. Að baki þeirri stefnumörkun bjó að ná þurfti auknum árangri varðandi vernd fiskistofna og þjóðhagslega meiri hagkvæmni í rekstri. Lykillinn að báðum markmiðum felst í því að ná jafnvægi milli stærðar og sóknargetu fiskiskipastólsins annars vegar og afrakstursgetu fiskistofnanna hins vegar. Of stór floti þýðir meiri fjárfestingu en þörf er á. Hún kallar aftur á skammtíma sjónarmið útvegsmanna um að auka afla umfram ráðgjöf til að nýta fjárfestinguna. Of litlar veiðiheimildir á hverju skipi auka brottkast. Reynslan sýnir að frjálst framsal veiðiheimilda hefur reynst betur en miðstýring til þess að ná jafnvægi. Hér hafa skip ákveðna framseljanlega og varanlega hlutdeild í leyfðum heildarafla af hverri tegund. Markaðurinn er þó verulega takmarkaður. Heimildirnar eru bundnar við skip og má því ekki framselja hverjum sem er. Aflamark hvers fiskveiðiárs má aðeins leigja að ákveðnum hluta. Takmörk eru fyrir því hvað hver einstök útgerð getur átt stóra hlutdeild. Í veiðiheimildunum felast takmörkuð eignarréttindi. Þessi takmörkuðu eignarréttindi í varanlegum veiðiheimildum eru aftur undirstaða veðhæfni skipa og eru þannig forsenda fyrir fjárhagslegu sjálfstæði útgerðarfyrirtækja. Þetta kerfi hefur leitt til þess að við eigum nú færri en stærri og sterkari sjávarútvegsfyrirtæki en áður. Þau geta flest jafnað innbyrðis sveiflur í veiði og markaðsverði á ákveðnum tegundum. Við stöðug efnahagsskilyrði skila þau arði sem nýtist til fjárfestingar og atvinnusköpunar á öðrum sviðum. Að sama skapi eflast bæjarfélögin. Útvegsmenn sjá sér hag í langtíma nýtingarstefnu. Það minnkar þrýsting á ofveiði. Félagsleg markmiðHin hliðin á þessari þróun er vitaskuld sú að veikari útgerðir hafa látið undan síga. Sömu sögu er að segja um mörg minni byggðarlög. Trú margra er að þessu megi breyta með því að láta félagsleg sjónarmið um atvinnu og byggðamynstur ráða þróun atvinnugreinarinnar.Engri þjóð hefur á hinn bóginn tekist að ná viðunandi jafnvægi milli stærðar fiskiskipaflotans og afrakstursgetu fiskistofnanna með þeim hætti. Það gengur ekki upp að lofa sama fjölda starfa við fiskveiðar og áður var þrátt fyrir aukna tækni og ákveðnari veiðitakmarkanir. Það eru draumórar og ósannsögli.Reynsla þeirra þjóða sem stuðst hafa við félagslega stjórnun endurspeglar bæði opinbera styrki og ofveiði. Ríkar þjóðir þar sem sjávarútvegur er hrein aukabúgrein hafa leyft sér stjórnun af þessu tagi með því að skattleggja almenning til að brúa bilið. Þar sem sjávarútvegur er undirstöðuatvinnugrein gengur þetta ekki upp. Ríkisstyrkt fyrirtæki leysa heldur ekki vanda byggðaþróunar með því að þau eru ekki samkeppnishæf í launum. Ráðherrann og EvrópusambandskerfiðEvrópusambandsríkin hafa flest getað leyft sér félagsleg sjónarmið við fiskveiðistjórnun. Óánægja hefur þó stöðugt farið vaxandi innan sambandsins með framkvæmdina. Hún hefur leitt til óábyrgra veiða og skattborgararnir hafa ekki séð tilgang í taprekstri og rányrkju. Fyrir þá sök ræða menn á þeim vettvangi breytingar og horfa meðal annars til Íslands um þau efni.Á sama tíma og Evrópusambandið hefur gefið út nýja skýrslu um mistök félagslegrar stjórnunar ákveður ríkisstjórn Íslands hins vegar að taka hana upp. Veiðistjórnun Evrópusambandsins hefur verið helsti Þrándur í Götu aðildar Íslands. En nú er að því stefnt að taka upp alla galla gamla Evrópusambandskerfisins hér við land áður en til hugsanlegrar aðildar kemur.Það er ósmár tvískinnungurinn í yfirlýsingum sjávarútvegsráðherra þegar hann segist ætla að standa vörð um hagsmuni sjávarútvegsins í samningum við Evrópusambandið en áformar á sama tíma að innleiða úrelt stjórnkerfi þess af fúsum og frjálsum vilja. Það er í góðu samræmi við annað að ráðherrann stýri aðildarviðræðunum á sjávarútvegssviðinu og bregði síðan fæti fyrir samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og umsamið er milli stjórnarflokkanna.Eftir því sem pólitíkin í landinu liggur núna má vera að á endanum standi þjóðin frammi fyrir tveimur kostum: Að innleiða gamla úrelta fiskveiðistjórnun Evrópusambandsins og hafna aðild eða ganga í sambandið og verja rétt Íslands til veiða og hagkvæmrar stjórnunar á grundvelli takmarkaðra markaðsreglna eins og verið hefur.Fróðlegt væri að vita á hvora sveifina útvegsmenn leggjast ef kostirnir verða bara þessir tveir eins og margt bendir til. Ljóst ætti að vera að sjávarútveginum er meiri hætta búin af stefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum en aðild að Evrópusambandinu.