Lífið

Rakaði ekki fótleggina

Jarðbundin Rachel McAdams hafði ekki miklar áhyggjur af útlitinu á sínum yngri árum.
Jarðbundin Rachel McAdams hafði ekki miklar áhyggjur af útlitinu á sínum yngri árum.

Notebook-leikkonan Rachel McAdams er á forsíðu janúarheftis Vogue. Leikkonan þykir afskaplega jarðbundin miðað við margar aðrar Hollywood-stjörnur. Í viðtali við Vogue segist hún helst vilja eyða peningum sínum í skemmtilega lífsreynslu. „Ég er ekki gráðug. Ég kýs heldur að eyða peningum mínum í góðan mat eða skemmtileg ferðalög."

Hún viðurkennir jafnframt að hún eyði ekki miklum tíma í útlitið og að henni hafi verið strítt í skóla vegna þess að hún rakaði ekki á sér fótleggina. „Móðir mín lagði aldrei sérstaka áherslu á útlit mitt þegar ég ólst upp. Hún leyfði okkur að fullorðnast á okkar eigin hraða. Hún þvingaði aldrei neinu upp á mig. Þegar ég spurði móður mína af hverju hún hafi ekki sagt mér að raka hárin á fótleggjunum svaraði hún einfaldlega: „Um leið og þú byrjar á því verður ekki aftur snúið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.