Lífið

Íslandsmeistaramót í sviðakjammaáti

Sigursæll Hreiðar Jósteinsson sigraði í sviðakjammaátkeppninni á Íslenska barnum og borðaði rúmlega sex sviðakjamma.
Sigursæll Hreiðar Jósteinsson sigraði í sviðakjammaátkeppninni á Íslenska barnum og borðaði rúmlega sex sviðakjamma.

Það var ríkti keppnisandi á Íslenska barnum á fimmtudagskvöldið þar sem Íslandsmeistaramót í sviðakjammaáti fór fram. Hreiðar Jósteinsson bar sigur úr býtum og borðaði rúmlega sex sviðakjamma.

„Eyþór Mar Halldórsson yfirkokkur kom með þessa hugmynd þegar við vorum að reyna að finna eitthvað þjóðlegt til að halda á fimmtudögum,“ segir Gísli Valur Waage rekstrarstjóri á Íslenska barnum um fyrsta Íslandsmeistaramótið í sviðakjammaáti sem fór þar fram á fimmtudagskvöld.

„Það voru fjögur forkeppnikvöld og sigurvegararnir kepptu á úrslitakvöldinu. Í þremur keppnum voru eingöngu strákar og svo var ein stelpukeppni, en sú sem sigraði í henni þorði ekki í strákana í úrslitunum,“ útskýrir Gísli.

Hreiðar Jósteinsson fór með sigur af hólmi í keppninni í gær. „Hreiðar borðaði líka mest í forkeppninni, en þá slátraði hann sex hausum. Í gær borðaði hann sex og var hann kominn á sjöunda kjammann á meðan sumir voru enn þá á fyrsta,“ segir Gísli.

„Að launum fékk hann hótelgistingu og þriggja rétta máltíð á Silfri, en sigurvegarar í forkeppnum fengu tíu bjóra bjórkort frá okkur og óvissuferð á Íslenska barinn, svona villibráðarveislu,“ bætir hann við. - ag

þjóðleg keppni Keppendur lögðu sig alla fram við að hesthúsa sem flesta sviðakjamma.
Fylgst með Ásgerður Þráinsdóttir, Gestur Hermannsson og Högni Auðunsson létu sig ekki vanta á Íslandsmeistaramótið í sviðakjammaáti.


Brosmildar Berglind Valdimarsdóttir og Harpa Hjaltadóttir mættu á Íslenska barinn á fimmtudagskvöld.
Góð stemning Gunnar Jósteinsson og Halldóra Harðardóttir fylgdust með átkeppninni á Íslenska barnum.
Sviðakjammar Hreiðar Jósteinsson, Hafsteinn Elvar Hafsteinsson, Guðmundur Björnsson og Bæring Jón Guðmundsson kepptu til sigurs á fimmtudagskvöld.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.