Formúla 1

Raikkönen á réttri leið hjá Ferrari

Kim Riaikkönen fagnar þriðja sætinu í mótinu í Mónakó um síðustu helgi.
Kim Riaikkönen fagnar þriðja sætinu í mótinu í Mónakó um síðustu helgi. Mynd: Getty Images
Eftir slaka byrjun virðist Ferrari búiið að finna taktinn í Fiormúlu 1 og Stefano Domenicali er sérstaklega ánægður með Kimi Raikkönen eftir mótið í Mónakó. Hann virðist hafa fundið sitt fyrra form og endurnýjaðan áhuga.

Raikkönen var í daufara lagi í fyrra og fékk skömm í hattinn fyrir hjá liðinu og það á opinberan hátt. Forseti Ferrari sagðist hafa tekið hann á teppið.

"Við erum á réttri leið og það er mikilvægt eftir feilsport í byrjun ársins. Við fengum þetta staðfest í Mónakó, eftir góðan sprett í Barcelona. Bíllinn er betri með hverju mótinu", sagði Stefano Domenicali hjá Ferrari.

"Ég er sérstaklega ánægður með Raikkönen. Hann rétt missti af ráspólnum og hefði getað gert enn betur, ef hann hefði ekki lent í vandræðum hjá okkur í þjónustuhléi. Við erum farnir að sjá hinn rétta Raikkönen á brautinni."

Raikkönen varð í þriðja sæti á eftir Rubens Barrichello og Jenson Button. Hann var annar á ráslínu og missti Barrichello framúr sér í upphafi og náði ekki vinna það sæti tilbaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×