Óvissuástand Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. janúar 2009 06:00 Í dag eru 100 dagar liðnir síðan Geir H. Haarde bað guð að blessa íslensku þjóðina með þeim afleiðingum að henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Síðan þá hafa ráðamenn unnið að björgun íslensks efnahagslífs - vonar maður. Óneitanlega hefur ýmsu verið áorkað og telja margir það afrek út af fyrir sig að hægt hafi verið að halda úti einhverri bankastarfsemi í því ástandi sem hér hefur ríkt. Óhætt er þó að fullyrða að ýmsir telji mörgum spurningum ósvarað. Og það er einmitt vandamálið. Það er allt of mörgum spurningum ósvarað, allt of margt er enn á huldu. Óvissan er nefnilega verst af öllu. Skömmu eftir bankahrun heyrði maður fólk tala um að nú þyrfti bara að fá á hreint hver skellurinn væri; þá væri hægt að hefjast handa við að takast á við vandann. Nú, 100 dögum síðar, er þjóðin enn í fullkominni óvissu. Enn veit enginn hvar botninn er, hve djúpt við sökkvum þangað til við finnum viðspyrnuna sem nauðsynleg er til að rétta úr kútnum. Margt má segja um stjórnvöld í kreppunni, en að þau hafi verið óspör á upplýsingar til almennings verður seint sagt. Beita hefur þurft töngum til að ná upplýsingum frá stjórnmálamönnum, ráðherrar hlaupa frá blaðamönnum, bankaleynd, upplýsingaleynd, gagnaleynd - alltaf hvílir einhver leynd yfir upplýsingum. Hagsmunir þjóðarinnar eru ætíð minna metnir en einhverjir óskilgreindir hagsmunir sem krefjast leyndar. Leyndin kallar á getgátur, getgátur á tortryggni og tortryggni á reiði. Það þarf að segja þjóðinni hver staðan er og hvað á að gera. Hvergi finnur fólk heildstætt yfirlit yfir þær aðgerðir sem grípa þarf til í kreppunni. Hvar er aðgerðamiðstöðin sem veitir fólki svörin? Fuglaflensan fékk heila heimasíðu, fuglaflensan.is, af hverju ekki kreppan? Alls staðar eru einhverjir aðilar að grípa til einhverra aðgerða, en það er vonlaust fyrir þjóðina, sem stendur á endanum undir þessu öllu, að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir. Fyrir vikið finnst almenningi eins og hann sé ekki hluti af lausninni. Hann er ekki með í ráðum, fær bara tilkynningu um það eftir á hvers er krafist af honum. Því ástandi verður að breyta. Það er nefnilega ljótt að skilja út undan, sérstaklega heila þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Í dag eru 100 dagar liðnir síðan Geir H. Haarde bað guð að blessa íslensku þjóðina með þeim afleiðingum að henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Síðan þá hafa ráðamenn unnið að björgun íslensks efnahagslífs - vonar maður. Óneitanlega hefur ýmsu verið áorkað og telja margir það afrek út af fyrir sig að hægt hafi verið að halda úti einhverri bankastarfsemi í því ástandi sem hér hefur ríkt. Óhætt er þó að fullyrða að ýmsir telji mörgum spurningum ósvarað. Og það er einmitt vandamálið. Það er allt of mörgum spurningum ósvarað, allt of margt er enn á huldu. Óvissan er nefnilega verst af öllu. Skömmu eftir bankahrun heyrði maður fólk tala um að nú þyrfti bara að fá á hreint hver skellurinn væri; þá væri hægt að hefjast handa við að takast á við vandann. Nú, 100 dögum síðar, er þjóðin enn í fullkominni óvissu. Enn veit enginn hvar botninn er, hve djúpt við sökkvum þangað til við finnum viðspyrnuna sem nauðsynleg er til að rétta úr kútnum. Margt má segja um stjórnvöld í kreppunni, en að þau hafi verið óspör á upplýsingar til almennings verður seint sagt. Beita hefur þurft töngum til að ná upplýsingum frá stjórnmálamönnum, ráðherrar hlaupa frá blaðamönnum, bankaleynd, upplýsingaleynd, gagnaleynd - alltaf hvílir einhver leynd yfir upplýsingum. Hagsmunir þjóðarinnar eru ætíð minna metnir en einhverjir óskilgreindir hagsmunir sem krefjast leyndar. Leyndin kallar á getgátur, getgátur á tortryggni og tortryggni á reiði. Það þarf að segja þjóðinni hver staðan er og hvað á að gera. Hvergi finnur fólk heildstætt yfirlit yfir þær aðgerðir sem grípa þarf til í kreppunni. Hvar er aðgerðamiðstöðin sem veitir fólki svörin? Fuglaflensan fékk heila heimasíðu, fuglaflensan.is, af hverju ekki kreppan? Alls staðar eru einhverjir aðilar að grípa til einhverra aðgerða, en það er vonlaust fyrir þjóðina, sem stendur á endanum undir þessu öllu, að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir. Fyrir vikið finnst almenningi eins og hann sé ekki hluti af lausninni. Hann er ekki með í ráðum, fær bara tilkynningu um það eftir á hvers er krafist af honum. Því ástandi verður að breyta. Það er nefnilega ljótt að skilja út undan, sérstaklega heila þjóð.