Formúla 1

Íslenskar stjörnur í Formúlu 1

Fræga fólkið og stjörnur mun reyna með sér í Formúlu 1 útsendingum hérlendis.
Fræga fólkið og stjörnur mun reyna með sér í Formúlu 1 útsendingum hérlendis. mynd: kappakstur.is

Undirbúningur fyrir komandi Formúlu 1 tímabil er í gangi erlendis en líka á Íslandi. Stöð 2 Sport hyggst breyta fyrirkomulagi útsendinga á ýmsan hátt,

Í sérstökum þætti á fimmtudagskvöldum mun frægt fólk og það sem kalla má stjörnur á Íslandi etja kappi í kappakstursleik.

Stjörnurnar skora hvor aðra á hólm á þeirri braut sem keppt er á hverju sinni í tveimur ökuhermum og verður viðureignin tekin upp í samspili við það sem er að gerast í þættinum. Fimmtudagsþátturinn verður á mannlegu nótunum og mun m.a. fjalla um íslenska áhugamenn um Formúlu 1, auk þess að fjalla um mót helgarinnar og verður skreyttur viðtölum við ökumenn og tæknimenn.

Í fyrsta þættinum í lok mars verður hitað upp fyrir mótið í Ástralíu. Tveir þættir verða áður en að því kemur. Þáttur um frumsýningar keppnisliða og síðan verður sýnt frá lokaundirbúningi keppnisliða í Barcelona.

Stöð 2 Sport leitar nú hófanna eftir þekktu fólki sem bæði kann að keyra og hefur áhuga á Formúlu 1 til að keppa í ökuherminum, auk þess fólks sem að geta kallast frægt eða stjörnum prýtt. Spurning hvernig sú flokkun fer fram miðað við núverandi ástand í þjóðfélaginu,






Fleiri fréttir

Sjá meira


×