Viðskipti erlent

McDonald´s fitnar í fjármálakreppunni

McDonald´s hamborgarakeðjan hefur tilkynnt að hún muni opna 240 nýja staði í Evrópu með um 12.000 starfsmönnum í ár. Um er að ræða mesta vöxt McDonald´s í Evrópu undanfarin fimm ár.

Fjallað er um málið á Financial Times sem segir að McDonald´s komi sterkara út úr fjármálakreppunni en það fór í hana. Nýju staðirnir verða einkum í Frakklandi, á Spáni, Ítalíu, í Rússlandi og Póllandi.

Það er ekki ný saga að McDonald´s gengur vel þegar kreppa er enda streymir þá fólk á staðina til að fá sér ódýran skyndibita. Financial Times segir aukheldur að McDonald´s sé annað félagið sem skili hagnaði eftir árið í fyrra á Wall Street. Hitt er Wal-Mart.

Fyrir utan nýju hamborgarastaðina hefur McDonald´s uppi áfram um að fjölga kaffihúsum sínum (McCafes) um 400 á árinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×