Lífið

Destiny‘s Child klæðast íslenskri hönnun

Söngkonan Beyoncé Knowles kom óvænt inn í verslun Topshop í London í gær og festi þar kaup á leggings frá íslenska tískufyrirtækinu E-label. Merkið hefur verið til sölu í Edit deild verslunarinnar frá því í byrjun nóvember.

„Yfirmenn í Topshop hringdu í okkur og sögðu okkur frá því að Beyoncé væri stödd í versluninni og hefði keypt Heavy Metal leggings frá E-label. Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum," sagði Ásta Kristjánsdóttir sem rekur E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur, en hönnuður er Ásgrímur Már Friðriksson.

Beyoncé er þó ekki fyrsta söngkonan til að klæðast flíkum frá E-label því samkvæmt Ástu hafði fyrrum samstarfskona hennar, Michelle Williams, pantað sex flíkur frá fyrirtækinu. „Það væri mjög gaman að rekast á myndir af þessum konum í fötum frá okkur í nánustu framtíð," segir Ásta. -sm/ sjá síðu 54






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.