Stór biti í háls fyrir þjóðina Þorsteinn Pálsson skrifar 4. júlí 2009 06:00 Icesave-þrautirnar hvíla á þjóðinni. Ábyrgðin situr hins vegar á herðum þeirra sem sátu í bankastjórn og bankaráði gamla Landsbankans. Merkilegt er að opinber rannsókn skuli ekki enn hafa leitt í ljós hvort athafnir þeirra og eftir atvikum athafnaleysi varði við lög. Spurning dagsins er hins vegar: Á þingmeirihluti ríkisstjórnarflokkanna einhverja kosti í stöðunni? Alþingi samþykkti í tíð fyrri stjórnar að fara samningaleiðina. Ekki má gleyma því að mörgum mánuðum fyrir endanlega gjaldmiðilshrunið var búið að loka dyrum á Seðlabankann bæði austan hafs og vestan. Einangrun Íslands var þá þegar orðin staðreynd. Fyrri ríkisstjórn lagði því raunsætt mat á aðstæður. Núverandi ríkisstjórn tók að sama skapi rétta ákvörðun að ljúka málinu í þeim farvegi. Forystuflokkur stjórnarandstöðunnar getur ekki andmælt því með málefnalegum rökum. Næsta spurning er þá þessi: Er samningurinn nægjanlega góður? Það er erfitt að meta. Hugsanlega hefði mátt gera betur. Ríkisstjórnin lét ekki á það reyna með því að taka málið upp á hærra plan. Í ljósi stærðar málsins hefði verið rétt að forsætisráðherrar landanna hefðu gert út um það á lokastigi. Þá hefði verið unnt að segja að fullreynt væri. Það var ekki gert. Að því virtu er skiljanlegt að þingmenn stjórnarflokkanna beri einir ábyrgð á samþykkt ríkisábyrgðarinnar. Hugmyndir um endurupptöku samninganna eru ekki raunhæfar. Hjá þeim þjóðum þar sem stjórnskipunarlög gera ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum eru mál af þessu tagi gjarnan undanskilin. Í þeirri kröfu er heldur ekki fólgin nokkur lausn. Það er ósanngjarnt að örfáir menn í bankastjórn og bankaráði gamla Landsbankans skuli hafa komið Íslandi í þessa stöðu. Hún er hins vegar veruleiki sem ekki hverfur með því að segja nei.Þverstæðan í stjórnarsamstarfinuÝmsir hafa efast um þingmeirihluta ríkisstjórnarinnar vegna andófsyfirlýsinga nokkurra þingmanna VG og heilbrigðisráðherra. Þeir sem til þekkja vita hins vegar að andóf þetta er marklítið. Það á sér ekki aðra orsök en að þeir sem hlut eiga að máli hafa ekki pólitíska lipurð til að hverfa frá ábyrgðarleysi til ábyrgðar á fáum vikum. Við fyrstu umræðu málsins gáfu þeir þó allir vísbendingar um þær málsástæður sem nota á við lokaafgreiðsluna til að skýra stuðning eða hjásetu.Formaður VG hefur hins vegar sýnt mikla leikni og um leið ábyrgð. Hann hefur kokgleypt ábyrgðarlausan málflutning sinn frá því í byrjun þessa árs. Það er lofsvert. Fyrir þá sem horfa á atburði stjórnmálanna utan frá fer ekki milli mála að fjármálaráðherrann er sterki maðurinn í ríkisstjórninni. Flest bendir til að stjórnin eigi í reynd allt sitt undir forystu hans.Þverstæðan í stjórnarsamstarfinu er hins vegar sú að flokkur fjármálaráðherrans er veiki hlekkurinn í þingmeirihlutanum. Andóf þingmanna flokksins í flestum stærstu málunum sem stjórnin hefur lagt fyrir þingið á rót sína í því að VG hefur verið í þeirri stöðu að þurfa að kaupa ríkisstjórnarsamstarfið því verði að víkja til hliðar mörgum helstu grundvallarstefnumálum sínum. Þau nýtast bara á innanflokksfundum.Þetta er gott fyrir þjóðina. Vandinn er hins vegar sá að líklega er flokksformaðurinn nú þegar búinn að reyna svo á þolrif pólitískra málamiðlana innan flokksins að hann eigi þar ekki stóra innistæðu til að þvinga þingmennina til að halda áfram að ganga gegn grundvallarmálum flokksins.Ef það mat reynist rétt er spurning hvort innviðir ríkisstjórnarinnar þoli þann þunga sem fylgir öllum þeim erfiðu ákvörðunum sem eftir eru.Kemur veikleikinn fram í aðildarmálinu?Ný skoðanakönnun benti til að ríkisstjórnarflokkarnir hefðu tapað trausti meirihluta kjósenda. Sú niðurstaða er ekki ein og sér áfall fyrir stjórnarflokkana. Einstök könnun af þessu tagi þarf ekki að hafa spágildi til lengri tíma.Hitt var áfall fyrir ríkisstjórnina þegar Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti. Sú ákvörðun segir eina sögu: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lítur svo á að ríkisstjórnin hafi ekki enn gert þær ráðstafanir í efnahags- og fjármálum sem dugi. Þetta heitir einfaldlega að falla á prófi. Stöðugleikasáttmálinn hafði ekki tilætluð áhrif. Til þess var hann of rýr að efni og metnaði.Nú þarf að hefja nýtt tilhlaup að markinu. Við svo búið dregur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn enn um sinn viðbótarlánveitingu sem koma átti í febrúar. Engin merki eru um að unnt verði að leysa gjaldeyrisfjötrana á næstu mánuðum.Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framtíðarstefnu í peningamálum. VG sem í raun leiðir stjórnarsamstarfið vill óbreytt ástand í þeim efnum. Samfylkingin vill breytingar. Óvíst er hins vegar um styrk hennar til að koma þeim fram. Í aðildarumsókn að Evrópusambandinu fælist stefnumörkun í þeim efnum.Helsta hættan á næstu dögum af innanflokkstogstreitunni í VG vegna Landsbankamálsins er að hún hafi áhrif á framgang aðildarumsóknarinnar. Ekki er ólíklegt að þingmenn VG muni reyna að bæta fyrir eftirgjöf í Landsbankamálinu með því að tefja Evrópusambandsmálið, hugsanlega með liðsinni stjórnarandstöðunnar. Fari svo yrði það fyrsti vitnisburðurinn um þann framtíðarveikleika sem í því sundurlyndi er fólginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun
Icesave-þrautirnar hvíla á þjóðinni. Ábyrgðin situr hins vegar á herðum þeirra sem sátu í bankastjórn og bankaráði gamla Landsbankans. Merkilegt er að opinber rannsókn skuli ekki enn hafa leitt í ljós hvort athafnir þeirra og eftir atvikum athafnaleysi varði við lög. Spurning dagsins er hins vegar: Á þingmeirihluti ríkisstjórnarflokkanna einhverja kosti í stöðunni? Alþingi samþykkti í tíð fyrri stjórnar að fara samningaleiðina. Ekki má gleyma því að mörgum mánuðum fyrir endanlega gjaldmiðilshrunið var búið að loka dyrum á Seðlabankann bæði austan hafs og vestan. Einangrun Íslands var þá þegar orðin staðreynd. Fyrri ríkisstjórn lagði því raunsætt mat á aðstæður. Núverandi ríkisstjórn tók að sama skapi rétta ákvörðun að ljúka málinu í þeim farvegi. Forystuflokkur stjórnarandstöðunnar getur ekki andmælt því með málefnalegum rökum. Næsta spurning er þá þessi: Er samningurinn nægjanlega góður? Það er erfitt að meta. Hugsanlega hefði mátt gera betur. Ríkisstjórnin lét ekki á það reyna með því að taka málið upp á hærra plan. Í ljósi stærðar málsins hefði verið rétt að forsætisráðherrar landanna hefðu gert út um það á lokastigi. Þá hefði verið unnt að segja að fullreynt væri. Það var ekki gert. Að því virtu er skiljanlegt að þingmenn stjórnarflokkanna beri einir ábyrgð á samþykkt ríkisábyrgðarinnar. Hugmyndir um endurupptöku samninganna eru ekki raunhæfar. Hjá þeim þjóðum þar sem stjórnskipunarlög gera ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum eru mál af þessu tagi gjarnan undanskilin. Í þeirri kröfu er heldur ekki fólgin nokkur lausn. Það er ósanngjarnt að örfáir menn í bankastjórn og bankaráði gamla Landsbankans skuli hafa komið Íslandi í þessa stöðu. Hún er hins vegar veruleiki sem ekki hverfur með því að segja nei.Þverstæðan í stjórnarsamstarfinuÝmsir hafa efast um þingmeirihluta ríkisstjórnarinnar vegna andófsyfirlýsinga nokkurra þingmanna VG og heilbrigðisráðherra. Þeir sem til þekkja vita hins vegar að andóf þetta er marklítið. Það á sér ekki aðra orsök en að þeir sem hlut eiga að máli hafa ekki pólitíska lipurð til að hverfa frá ábyrgðarleysi til ábyrgðar á fáum vikum. Við fyrstu umræðu málsins gáfu þeir þó allir vísbendingar um þær málsástæður sem nota á við lokaafgreiðsluna til að skýra stuðning eða hjásetu.Formaður VG hefur hins vegar sýnt mikla leikni og um leið ábyrgð. Hann hefur kokgleypt ábyrgðarlausan málflutning sinn frá því í byrjun þessa árs. Það er lofsvert. Fyrir þá sem horfa á atburði stjórnmálanna utan frá fer ekki milli mála að fjármálaráðherrann er sterki maðurinn í ríkisstjórninni. Flest bendir til að stjórnin eigi í reynd allt sitt undir forystu hans.Þverstæðan í stjórnarsamstarfinu er hins vegar sú að flokkur fjármálaráðherrans er veiki hlekkurinn í þingmeirihlutanum. Andóf þingmanna flokksins í flestum stærstu málunum sem stjórnin hefur lagt fyrir þingið á rót sína í því að VG hefur verið í þeirri stöðu að þurfa að kaupa ríkisstjórnarsamstarfið því verði að víkja til hliðar mörgum helstu grundvallarstefnumálum sínum. Þau nýtast bara á innanflokksfundum.Þetta er gott fyrir þjóðina. Vandinn er hins vegar sá að líklega er flokksformaðurinn nú þegar búinn að reyna svo á þolrif pólitískra málamiðlana innan flokksins að hann eigi þar ekki stóra innistæðu til að þvinga þingmennina til að halda áfram að ganga gegn grundvallarmálum flokksins.Ef það mat reynist rétt er spurning hvort innviðir ríkisstjórnarinnar þoli þann þunga sem fylgir öllum þeim erfiðu ákvörðunum sem eftir eru.Kemur veikleikinn fram í aðildarmálinu?Ný skoðanakönnun benti til að ríkisstjórnarflokkarnir hefðu tapað trausti meirihluta kjósenda. Sú niðurstaða er ekki ein og sér áfall fyrir stjórnarflokkana. Einstök könnun af þessu tagi þarf ekki að hafa spágildi til lengri tíma.Hitt var áfall fyrir ríkisstjórnina þegar Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti. Sú ákvörðun segir eina sögu: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lítur svo á að ríkisstjórnin hafi ekki enn gert þær ráðstafanir í efnahags- og fjármálum sem dugi. Þetta heitir einfaldlega að falla á prófi. Stöðugleikasáttmálinn hafði ekki tilætluð áhrif. Til þess var hann of rýr að efni og metnaði.Nú þarf að hefja nýtt tilhlaup að markinu. Við svo búið dregur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn enn um sinn viðbótarlánveitingu sem koma átti í febrúar. Engin merki eru um að unnt verði að leysa gjaldeyrisfjötrana á næstu mánuðum.Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framtíðarstefnu í peningamálum. VG sem í raun leiðir stjórnarsamstarfið vill óbreytt ástand í þeim efnum. Samfylkingin vill breytingar. Óvíst er hins vegar um styrk hennar til að koma þeim fram. Í aðildarumsókn að Evrópusambandinu fælist stefnumörkun í þeim efnum.Helsta hættan á næstu dögum af innanflokkstogstreitunni í VG vegna Landsbankamálsins er að hún hafi áhrif á framgang aðildarumsóknarinnar. Ekki er ólíklegt að þingmenn VG muni reyna að bæta fyrir eftirgjöf í Landsbankamálinu með því að tefja Evrópusambandsmálið, hugsanlega með liðsinni stjórnarandstöðunnar. Fari svo yrði það fyrsti vitnisburðurinn um þann framtíðarveikleika sem í því sundurlyndi er fólginn.