Lífið

Vinkonur búa til Heilaspuna

Vinkonurnar Sesselja G. Vilhjálmsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir hafa samið borðspilið Heilaspuni. fréttablaðið/gva
Vinkonurnar Sesselja G. Vilhjálmsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir hafa samið borðspilið Heilaspuni. fréttablaðið/gva
Vinkonurnar Sesselja G. Vilhjálmsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir senda í vikunni frá sér borðspilið Heilaspuni. Spilið er byggt á íslenskri, tungu, þjóðlífi, menningu og sögu. „Þetta er keppni í hver er bestur í að bulla og vera skapandi,“ segja þær. „Ef þú ert í skemmtilegum hópi getur þetta verið mjög fyndið spil.“

Alls eru 2.500 spurningar í spilinu í fimm flokkum: Orð, slangur, atburðir, bækur og heilahristingur. Leikmenn semja líkleg svör við ýmsum spurningum í þeim tilgangi að plata meðspilara sína og fá þá til að giska á að svör þeirra séu þau réttu. Spilið er í anda eldra spils, Fimbulfambs, en að sögn þeirra stallsystra, töluvert fjölbreyttara.

Sesselja og Valgerður ákváðu að búa spilið til í sumar þegar þær voru báðar án atvinnu. „Við höfum alltaf haft gaman af alls konar spilum og okkur fannst vanta svona spil á Íslandi. Maður þarf ekki að vera klárasti maðurinn á landinu til að spila það heldur bara að vera frjór.“ Þær fóru á Þjóðarbókhlöðuna til að semja spurningarnar og tók verkið aðeins tvær til þrjár vikur. „Við erum örugglega búnar að lesa allar orðabækur Íslandssögunnar,“ segja þær og hlæja.

Anna Rakel Róbertsdóttir var grafískur hönnuður spilsins og Bobby Breiðholt teiknaði myndina framan á spilinu þar sem margar af þekktustu persónum Íslandssögunnar koma við sögu. -fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.