Sport

Ólympíuleikarnir 2016 verða haldnir í Ríó de Janeiró

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fólk fjölmennti á götur úti í Ríó de Janeiró til þess að fagna því að borgin muni halda Ólympíuleikana árið 2016.
Fólk fjölmennti á götur úti í Ríó de Janeiró til þess að fagna því að borgin muni halda Ólympíuleikana árið 2016. Nordic phtoso/AFP

Nú rétt í þessu var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn að Ólympíuleikarnir árið 2016 verði haldnir í Ríó de Janeiró en fjórar borgir börðust um að fá að verða gestgjafar.

Í lokin stóð valið á milli Ríó de Janeiró í Brasilíu og Madríd á Spáni eftir að Tókýó í Japan og Chicago í Bandaríkjunum heltust úr lestinni.

Fyrirfram var búist við því að baráttan stæði á milli Ríó de Janeiró og Chicagao en þrátt fyrir að forsetahjónin bandarísku, Barack og Michelle Obama, væru viðstödd til þess að tala máli Chicago þá var hún fyrsta borgin af fjórum til þess að falla úr leik. Þar á eftir féll svo fallöxin á Tókýó og Madríd.

Lokakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta árið 2014 verður einnig haldin í Brasilíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×