Lífið

Áttunda Food & fun hátíðin sett í Reykjavík

Áttunda Food & fun hátíðin var sett í dag við hátíðlega athöfn. Það var Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- sjávarútvegs- og fjármálaráðherra sem setti hátíðina sem hefur vakið mikla lukku undanfarin ár.

Sextán veitingastaðir víðs vegar um borgina fá til sín gestakokka

frá Evrópu og Bandaríkjunum sem reiða fram fjögurra rétta matseðil á hverjum stað fyrir sig. Verðið er það sama á öllum veitingastöðunum, eða 6.400 krónur.

Hin árlega kokkakeppni matreiðslumeistara verður á sínum stað en matreiðslumeistarar sækja það stíft að fá að taka þátt enda eftirsótt að vera með þátttöku í keppninni á ferilskránni.

Hátíðinni í ár var seinkað sökum efnahagsástandsins en hún er jafnan

haldin um mánaðamótin febrúar/mars. Ekki verður þó slegið slöku við og verður meðal annars bryddað upp á þeirri nýjung að sjónvarpa keppninni.

Hátíðin stendur til sunnudagsins 22. mars og mun komandi vika eflaust kitla bragðlauka margra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×