Lífið

Sátt við viðtalið í Marie Claire

Heilbrigð í Marie Claire Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri hjá 66° Norður, var tekin í stutt viðtal í bandaríska tískutímaritinu Marie Claire.
fréttablaðið/pjetur
Heilbrigð í Marie Claire Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri hjá 66° Norður, var tekin í stutt viðtal í bandaríska tískutímaritinu Marie Claire. fréttablaðið/pjetur

Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri hjá 66° Norður, var tekin í stutt viðtal við bandaríska tískutímaritið Marie Claire. Viðtalið birtist í sérstökum heilsuhluta í nýju desemberhefti tímaritsins þar sem Helga er meðal annars spurð út í mataræði sitt og líkamsrækt.

„Ég veit ekki af hverju þau höfðu samband við mig. Þau voru að leita að konu á Íslandi með heilbrigðan lífsstíl og mér skildist á blaðamanninum að einhver hefði bent á mig en ég veit ekki hver það var. Þau sendu mér svo spurningalista í lok ágúst sem ég svaraði samviskusamlega,“ útskýrir Helga. Hún var jafnframt beðin um að senda blaðamanni mynd af sjálfri sér og fékk Helga með sér ljósmyndara í Bláa lónið þar sem tekin var af henni mynd í flík frá 66° Norður.

Helga segist sátt við útkomuna í Marie Claire en vissi ekki af birtingu viðtalsins fyrr en vinur hennar hringdi í hana og sagði henni frá því.

„Mér var sagt að viðtalið yrði væntanlega birt í desember. Það var vinur minn sem rakst fyrstur á það, hann var að blaða í gegnum tímaritið í flugi fyrir stuttu. Þeir eru fáir hér heima sem hafa séð greinina en ég er mikið á vinnufundum í Bandaríkjunum og þar hafa margir minnst á þetta við mig. Líkurnar á að menn komist í blöðin þarna úti eru svo litlar að ég held að þeim þyki þetta merkilegra en okkur hérna heima,“ segir Helga og hlær.- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.