Gjaldeyriskreppan eykur á allan vanda Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. apríl 2009 11:00 Fimmtánda september í fyrra hefur verið líkt við aðra fræga dagsetningu. Nefnilega 11. september 2001 þegar hryðjuverka árásir voru gerða á Bandaríkin. Árásunum var meðal annars beint að miðstöð fjármála þar í landi. Um miðjan september síðastliðinn voru þó ekki gerðar hryðujuverkaárásir, heldur varð ljóst að fjárfestingarbankinn Lehmann Brothers var farinn á hausinn. Fall Lehman hafði víðtæk áhrif á fjármálamörkuðum heimsins. Hafi verið siglt á milli ísjaka fram að þeim tíma þá lagðist við þetta algjört frost yfir fjármálamarkaði. Hér komu áhrifin fram í því að Glitnir missti fótana í fjármögnun. Eftirleikurinn er þekktur og endaði með hruni íslenska fjármálakerfsins. Alþjóðlega lausafjárkrísan og vandræði sem hlutust af undirmálslánum í Bandaríkjunum eru hins vegar ekki nema hluti af þeim þáttum sem aukið hafa á vandkvæði í fjármála- og efnahagsstjórn hér á landi. Ísland var þegar á leiðinni inn í krefjandi samdráttarskeið og ófáar greinar og skýrslur sem búið var að birta um möguleika þjóðarinnar á að ná „mjúkri lendingu" áður en hagvöxtur gæti tekið við sér á ný. Uppgangur hafði enda verið hér gífulegur, með þenslu af völdum stóriðju, skattalækkana og gegndarlausrar úthlutun á byggingarsvæði sem verktakar af öllum stærðum og gerðum gleyptu við án þess að nokkur virtist hafa hugsun á því að velta fyrir sér hver væri í raun byggingarþörfin í landinu. Er þar engu minni synd en að verða fótaskortur í áhættumati á fjármálamörkuðum og nærtækara að finna sökudólga þar fyrir vandræðagangi í íslensku efnahagslífi, en að horfa til sökudólga undirmálslánakrísunnar í Bandaríkjunum. Þarna bera margir ábyrgð, stjórnmálamenn, embættismenn sveitarstjórna, forsvarsmenn í fjármálafyrirtækjum og þeir sem svo í framkvæmdirnar réðust. Vera kann hins vegar að að í öllum hamförum fjármálakerfisins frá því í fyrrahaust og áhyggjum fólks af verðmæti húsnæðis síns, hafi sjónar glatast á því að hér er við gjaldeyriskreppu að fást ofan á öll önnur vandræði. Þó er úrlausn í peningamálum þjóðarinnar og trúverðug stefna í þeim efnum í raun forsenda þess að hægt verði að greiða úr öðrum flækjum. Hér verður ekki hafin uppbygging á ný nema að til þess fáist fjármagn og það verður dýrt, ef ekki illmögulegt að fá, náist ekki að vinna til baka tiltrú á efnahagsstjórn landsins á erlendri grundu. Núverandi fyrirkomulag peningamála í umhverfi gjaldeyrishafta er til bráðabirgða. Um það er ekki deilt. Spurningin sem ríður á að svara er hvað á að taka við þessu bráðabirgðaástandi. Nú dugar ekki að hafna hinum og þessum hugmyndum, um leið og menn vilja afnema gjaldeyrishöft og lækka stýrivexti, án þess að fylgi trúverðugar skýringar á því hvernig það eigi að gera. Raunhæfir kostir sem við blasa eru ekki margir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun
Fimmtánda september í fyrra hefur verið líkt við aðra fræga dagsetningu. Nefnilega 11. september 2001 þegar hryðjuverka árásir voru gerða á Bandaríkin. Árásunum var meðal annars beint að miðstöð fjármála þar í landi. Um miðjan september síðastliðinn voru þó ekki gerðar hryðujuverkaárásir, heldur varð ljóst að fjárfestingarbankinn Lehmann Brothers var farinn á hausinn. Fall Lehman hafði víðtæk áhrif á fjármálamörkuðum heimsins. Hafi verið siglt á milli ísjaka fram að þeim tíma þá lagðist við þetta algjört frost yfir fjármálamarkaði. Hér komu áhrifin fram í því að Glitnir missti fótana í fjármögnun. Eftirleikurinn er þekktur og endaði með hruni íslenska fjármálakerfsins. Alþjóðlega lausafjárkrísan og vandræði sem hlutust af undirmálslánum í Bandaríkjunum eru hins vegar ekki nema hluti af þeim þáttum sem aukið hafa á vandkvæði í fjármála- og efnahagsstjórn hér á landi. Ísland var þegar á leiðinni inn í krefjandi samdráttarskeið og ófáar greinar og skýrslur sem búið var að birta um möguleika þjóðarinnar á að ná „mjúkri lendingu" áður en hagvöxtur gæti tekið við sér á ný. Uppgangur hafði enda verið hér gífulegur, með þenslu af völdum stóriðju, skattalækkana og gegndarlausrar úthlutun á byggingarsvæði sem verktakar af öllum stærðum og gerðum gleyptu við án þess að nokkur virtist hafa hugsun á því að velta fyrir sér hver væri í raun byggingarþörfin í landinu. Er þar engu minni synd en að verða fótaskortur í áhættumati á fjármálamörkuðum og nærtækara að finna sökudólga þar fyrir vandræðagangi í íslensku efnahagslífi, en að horfa til sökudólga undirmálslánakrísunnar í Bandaríkjunum. Þarna bera margir ábyrgð, stjórnmálamenn, embættismenn sveitarstjórna, forsvarsmenn í fjármálafyrirtækjum og þeir sem svo í framkvæmdirnar réðust. Vera kann hins vegar að að í öllum hamförum fjármálakerfisins frá því í fyrrahaust og áhyggjum fólks af verðmæti húsnæðis síns, hafi sjónar glatast á því að hér er við gjaldeyriskreppu að fást ofan á öll önnur vandræði. Þó er úrlausn í peningamálum þjóðarinnar og trúverðug stefna í þeim efnum í raun forsenda þess að hægt verði að greiða úr öðrum flækjum. Hér verður ekki hafin uppbygging á ný nema að til þess fáist fjármagn og það verður dýrt, ef ekki illmögulegt að fá, náist ekki að vinna til baka tiltrú á efnahagsstjórn landsins á erlendri grundu. Núverandi fyrirkomulag peningamála í umhverfi gjaldeyrishafta er til bráðabirgða. Um það er ekki deilt. Spurningin sem ríður á að svara er hvað á að taka við þessu bráðabirgðaástandi. Nú dugar ekki að hafna hinum og þessum hugmyndum, um leið og menn vilja afnema gjaldeyrishöft og lækka stýrivexti, án þess að fylgi trúverðugar skýringar á því hvernig það eigi að gera. Raunhæfir kostir sem við blasa eru ekki margir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun