Formúla 1

Rosberg og Nakajima fljótir á Spáni

Nico Rosberg var svekktur að bíllinn stöðvaðist í brautinnii í dag eftir að hann naði besta tíma.
Nico Rosberg var svekktur að bíllinn stöðvaðist í brautinnii í dag eftir að hann naði besta tíma. Mynd: Getty Images

Williams ökumennirnir Nico Rosberg og Kazuki Nakajima náðu besta aksturstíma á seinni æfingu keppnisliða í Barcelona í dag, en heimamaðurinn Fernando Alonso á Renault náði þriðja besta tíma. Enn og aftur eru Ferrari og McLaren hvergi nærri toppnum.

Rosberg hefur verið seigur á föstudagsæfingum á Williams bílnum, en brautin í Barcelona hefur kallað á endurbætur bílanna hjá öllum keppnisliðum. Bíll Rosberg stöðvaðist í miðri braut þegar mínúta var eftir af æfingunni og er óljóst hvað gerðist hjá honum. Rosberg varð 0.1 sekúndu á undan Nakajima, og Alonso var 0.2 sekúndum á eftir Rosberg.

Sýnt verður brot af því besta frá æfingunum á Spáni kl. 19.30 í kvöld á Stöð 2 Sport.

Nánar um mósthaldið








Fleiri fréttir

Sjá meira


×