Lífið

Tarantino leikur í trylltri auglýsingu í Japan

Tarantino er tæpur náungi.
Tarantino er tæpur náungi.

Brjálæðingurinn, leikstjórinn og höfuðsnillingurinn Quentin Tarantino fer yfirleitt ótroðnar slóðir í Hollywood. Leikstjórinn hefur verið iðinn við að leikstýra hverju meistarastykkinu á eftir öðru og engum dylst barnslega aðdáun Tarantinos á asískri menningu, þá helst í formi kung-fú kvikmynda.

Nú hefur slúðursíðan TMZ fundið nýjar og heldur óvæntar hliðar á Tarantino.

Þeir fundu nefnilega sérkennilega auglýsingu sem er sýnilega tekin fyrir japanskan markað, og sennilega átti engin í hinum vestræna heimi að sjá auglýsinguna.

Það er ekki heiglum hent að átta sig á því hvað er verið að auglýsa en leiktilþrif Tarantinos eru óborganleg. Hér er hægt að horfa á auglýsinguna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.