Uss! 19. október 2009 06:00 Fyrsta grein óskráðra reglna íslenskra stjórnmála, stjórnsýslu og viðskipta er að yfir málum skuli hvíla leynd nema annað sé sérstaklega ákveðið. Af þessari óskráðu reglu eru stjórnmálin, stjórnsýslan og viðskiptin gegnsýrð. Þegar um er spurt fást margvíslegar skýringar á leyndinni. Sumar kunna að vera skiljanlegar en aðrar geta verið hlægilegar. Í nýlegu tilviki þar sem forseti Íslands á í hlut eru skýringarnar beinlínis sprenghlægilegar. Fréttablaðið óskaði eftir afritum af tilteknum sendibréfum forsetans eftir að hafa fengið upplýsingar um að nefnd Alþingis sem rannsakar bankahrunið hefði þau til athugunar. Í neitunarsvari forsetans til blaðsins segir efnislega að almannahagsmunir krefjist þess að bréfin verði ekki birt. Takið eftir: Almannahagsmunir. Og hvaða almannahagsmunir skyldu það nú vera? Jú, bréfin eru samskipti við önnur ríki og birting þeirra gæti spillt fyrir góðum samskiptum og viðkvæmu trausti við þjóðhöfðingja og erlenda ráðamenn enda var ekki gert samkomulag um að opinbera þau. Þá er vísað til þess að takmarka megi aðgang að gögnum sem varða „fjárhags- og viðskiptahagsmuni" fyrirtækja nema samþykki þeirra liggi fyrir. En bíðið róleg, segir forsetinn, þið fáið að sjá bréfin eftir þrjátíu ár. Rétt er að rifja upp hverjum forsetinn skrifaði þessi bréf sem hann vill ekki að íslenskur almenningur sjái fyrr en eftir þrjátíu ár af því að hagsmunir þess sama almennings geta skaðast ef viðkomandi fólk styggist. Viðtakendur voru forseti og forsætisráðherra Kína, fyrrverandi forseti og varaforseti Bandaríkjanna, tveir indverskir ráðherrar, emírinn af Katar, krónprinsinn í Abu Dhabi, forseti Búlgaríu, forseti Kasakstans, krónprins og krónprinsessa Serbíu, öldungadeildarþingmaður frá Alaska, forstjóri Apollo og Björgólfur Thor. En nóg um þessa vitleysu. Klassískt dæmi um fáránlega leyndarhyggju er verðið sem orkufyrirtæki í eigu almennings rukka fyrir rafmagn til stóriðjuvera. Fyrsta grein óskráðu reglnanna er í öndvegi. Og eins og jafnan stenst hún ekki góða siði, frekar en annað, sem stjórnmálamenn ættu af auðmýkt að viðhafa gagnvart borgurunum. Allt sem snýr að Icesave-samningagerðinni er sama marki brennt. Ríkisstjórnin lagði sig í framkróka um að gæta þess að ekkert efnislegt spyrðist um gang mála. Þetta var svo ægilega viðkvæmt allt saman. Ráðherrarnir gleymdu því að þeir eru aðeins umboðsmenn kjósenda sem áttu að sjálfsögðu fulla heimtingu á að fylgjast með frá degi til dags. Engu breytir hvað Bretum og Hollendingum fannst. Þegar trúnaður er ákveðinn þarf tvo til. Hefðu samningarnir orðið verri ef efnislegar upplýsingar hefðu verið veittar reglulega? Geta þeir verið verri? Viðskiptin eru svo sér kapítuli. Um þau má enginn vita neitt. Nýju bankastjórarnir eru alveg eins og gömlu. Leyndó, leyndó, segja þeir þegar þeir eru spurðir um tiltekin mál. Sama segja aðrir sem höndlað hafa með milljarða. Þeir vilja hafa sitt í friði. Reglur skipta ekki máli. Til dæmis hundsaði Exista kauphallarreglur um upplýsingaskyldu trekk í trekk og var á endanum sparkað þaðan út. Þrátt fyrir hrun, þrátt fyrir nýja tíma, þrátt fyrir nýtt fólk, þrátt fyrir vinstri stjórn mun ekkert breytast í þessum efnum. Leyndarákvæðið verður áfram númer eitt í óskráðum reglum stjórnmálanna, stjórnsýslunnar og viðskiptanna. Því miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fyrsta grein óskráðra reglna íslenskra stjórnmála, stjórnsýslu og viðskipta er að yfir málum skuli hvíla leynd nema annað sé sérstaklega ákveðið. Af þessari óskráðu reglu eru stjórnmálin, stjórnsýslan og viðskiptin gegnsýrð. Þegar um er spurt fást margvíslegar skýringar á leyndinni. Sumar kunna að vera skiljanlegar en aðrar geta verið hlægilegar. Í nýlegu tilviki þar sem forseti Íslands á í hlut eru skýringarnar beinlínis sprenghlægilegar. Fréttablaðið óskaði eftir afritum af tilteknum sendibréfum forsetans eftir að hafa fengið upplýsingar um að nefnd Alþingis sem rannsakar bankahrunið hefði þau til athugunar. Í neitunarsvari forsetans til blaðsins segir efnislega að almannahagsmunir krefjist þess að bréfin verði ekki birt. Takið eftir: Almannahagsmunir. Og hvaða almannahagsmunir skyldu það nú vera? Jú, bréfin eru samskipti við önnur ríki og birting þeirra gæti spillt fyrir góðum samskiptum og viðkvæmu trausti við þjóðhöfðingja og erlenda ráðamenn enda var ekki gert samkomulag um að opinbera þau. Þá er vísað til þess að takmarka megi aðgang að gögnum sem varða „fjárhags- og viðskiptahagsmuni" fyrirtækja nema samþykki þeirra liggi fyrir. En bíðið róleg, segir forsetinn, þið fáið að sjá bréfin eftir þrjátíu ár. Rétt er að rifja upp hverjum forsetinn skrifaði þessi bréf sem hann vill ekki að íslenskur almenningur sjái fyrr en eftir þrjátíu ár af því að hagsmunir þess sama almennings geta skaðast ef viðkomandi fólk styggist. Viðtakendur voru forseti og forsætisráðherra Kína, fyrrverandi forseti og varaforseti Bandaríkjanna, tveir indverskir ráðherrar, emírinn af Katar, krónprinsinn í Abu Dhabi, forseti Búlgaríu, forseti Kasakstans, krónprins og krónprinsessa Serbíu, öldungadeildarþingmaður frá Alaska, forstjóri Apollo og Björgólfur Thor. En nóg um þessa vitleysu. Klassískt dæmi um fáránlega leyndarhyggju er verðið sem orkufyrirtæki í eigu almennings rukka fyrir rafmagn til stóriðjuvera. Fyrsta grein óskráðu reglnanna er í öndvegi. Og eins og jafnan stenst hún ekki góða siði, frekar en annað, sem stjórnmálamenn ættu af auðmýkt að viðhafa gagnvart borgurunum. Allt sem snýr að Icesave-samningagerðinni er sama marki brennt. Ríkisstjórnin lagði sig í framkróka um að gæta þess að ekkert efnislegt spyrðist um gang mála. Þetta var svo ægilega viðkvæmt allt saman. Ráðherrarnir gleymdu því að þeir eru aðeins umboðsmenn kjósenda sem áttu að sjálfsögðu fulla heimtingu á að fylgjast með frá degi til dags. Engu breytir hvað Bretum og Hollendingum fannst. Þegar trúnaður er ákveðinn þarf tvo til. Hefðu samningarnir orðið verri ef efnislegar upplýsingar hefðu verið veittar reglulega? Geta þeir verið verri? Viðskiptin eru svo sér kapítuli. Um þau má enginn vita neitt. Nýju bankastjórarnir eru alveg eins og gömlu. Leyndó, leyndó, segja þeir þegar þeir eru spurðir um tiltekin mál. Sama segja aðrir sem höndlað hafa með milljarða. Þeir vilja hafa sitt í friði. Reglur skipta ekki máli. Til dæmis hundsaði Exista kauphallarreglur um upplýsingaskyldu trekk í trekk og var á endanum sparkað þaðan út. Þrátt fyrir hrun, þrátt fyrir nýja tíma, þrátt fyrir nýtt fólk, þrátt fyrir vinstri stjórn mun ekkert breytast í þessum efnum. Leyndarákvæðið verður áfram númer eitt í óskráðum reglum stjórnmálanna, stjórnsýslunnar og viðskiptanna. Því miður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun