Lífið

Í samstarf með Gabriel

peter gabriel
peter gabriel

Tónlistar- og samfélagssíðan Gogoyoko.com hefur hafið samstarf við fimm alþjóðleg góðgerðarsamtök. Þar á meðal eru samtökin Witness sem tónlistarmaðurinn Peter Gabrel stofnaði árið 1992. Þau nota myndbandsupptökur og möguleika á netinu til að opna augu heimsins fyrir mannréttindabrotum. Hin góðgerðarsamtökin eru Refugees United, Læknar án landamæra í Sviss, Mænuskaðastofnun Íslands og Unicef á Íslandi.

Tónlistarmenn á Gogoyoko og útgáfufyrirtæki geta valið að láta tíu prósent eða meira af ágóðanum af tónlistarsölu renna til samtakanna, sem fá líka tíu prósent af auglýsingatekjum Gogoyoko árlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.