Ég vildi að það væri góðæri Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 24. júlí 2009 00:01 Ég græt stundum góðærið. Þótt það þyki ekki flott. Enda keppist fólk nú við að fordæma bruðlið og vitleysisganginn sem heltók okkur öll fyrir svo stuttu síðan. „Uss, ég keypti nú engan flatskjá," segir það, og þykist eitthvað betra en við hin. Auðvitað skammast ég mín fyrir flatskjáinn á eldhúsveggnum, ég fæst þó ekki til að viðurkenna að hann einn hafi sett samfélagið á hliðina. Ég vildi að það væri enn þá góðæri. Þegar ég rifja upp liðna tíma þegar peningarnir virtust spretta á trjánum, man ég eftir hlutum sem ég ætlaði að framkvæma en kom bara ekki í verk. Hélt sjálfsagt að góðærið myndi endast að eilífu. Ég ætlaði til dæmis alltaf að kaupa efri skápa í eldhúsið við tækifæri, en það verður varla úr þessu. Innréttingaverslunin er farin á hausinn og einhver nytjamarkaðurinn sprottinn upp í húsnæði verslunarinnar. Ég ætlaði líka alltaf að fá einhvern til að koma og þrífa og laga til heima hjá mér einu sinni í viku, eins og fínu frúrnar. Þá ætlaði ég að halda glæsileg matarboð í skínandi hreina húsinu mínu og bjóða gestum. Sennilega verður einhver bið á að gestirnir mínir komi í hreint hús. Eins ætlaði ég að ferðast svo mikið til útlanda. Þvælast um stórborgir, drekka latte á hverju götuhorni og borða úti. Nú hefur kaffifrappóinn, sem mér þykir svo góður, hækkað hátt í fimmhundruðkall. Ég græt það því að hafa ekki drukkið fleiri í góðærinu. Ég vildi að ég hefði smíðað suðursvalir á húsið í góðærinu. Ég vildi að ég hefði keypt appelsínugulu espressóvélina sem mig langaði svo í. Ég vildi að ég hefði farið oftar í bíó, ég vildi að ég hefði keypt rosalega marga hælaskó. Ég vildi að einhver hefði opnað kaffihús í Hlíðunum í góðærinu og seldi frappóinn á viðráðanlegu verði. Ég vildi að Miklabrautin hefði verið drifin í stokk í góðærinu. Ég vildi að hringvegurinn hefði verið tvöfaldaður í góðærinu. Ég vildi að það hefði verið lögð upphituð hraðbraut yfir Sprengisand í góðærinu! „Uss, hún ætti að skammast sín!" fussar sjálfsagt einhver og hefur rétt fyrir sér. En ég græt þá bara góðærið í hljóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun
Ég græt stundum góðærið. Þótt það þyki ekki flott. Enda keppist fólk nú við að fordæma bruðlið og vitleysisganginn sem heltók okkur öll fyrir svo stuttu síðan. „Uss, ég keypti nú engan flatskjá," segir það, og þykist eitthvað betra en við hin. Auðvitað skammast ég mín fyrir flatskjáinn á eldhúsveggnum, ég fæst þó ekki til að viðurkenna að hann einn hafi sett samfélagið á hliðina. Ég vildi að það væri enn þá góðæri. Þegar ég rifja upp liðna tíma þegar peningarnir virtust spretta á trjánum, man ég eftir hlutum sem ég ætlaði að framkvæma en kom bara ekki í verk. Hélt sjálfsagt að góðærið myndi endast að eilífu. Ég ætlaði til dæmis alltaf að kaupa efri skápa í eldhúsið við tækifæri, en það verður varla úr þessu. Innréttingaverslunin er farin á hausinn og einhver nytjamarkaðurinn sprottinn upp í húsnæði verslunarinnar. Ég ætlaði líka alltaf að fá einhvern til að koma og þrífa og laga til heima hjá mér einu sinni í viku, eins og fínu frúrnar. Þá ætlaði ég að halda glæsileg matarboð í skínandi hreina húsinu mínu og bjóða gestum. Sennilega verður einhver bið á að gestirnir mínir komi í hreint hús. Eins ætlaði ég að ferðast svo mikið til útlanda. Þvælast um stórborgir, drekka latte á hverju götuhorni og borða úti. Nú hefur kaffifrappóinn, sem mér þykir svo góður, hækkað hátt í fimmhundruðkall. Ég græt það því að hafa ekki drukkið fleiri í góðærinu. Ég vildi að ég hefði smíðað suðursvalir á húsið í góðærinu. Ég vildi að ég hefði keypt appelsínugulu espressóvélina sem mig langaði svo í. Ég vildi að ég hefði farið oftar í bíó, ég vildi að ég hefði keypt rosalega marga hælaskó. Ég vildi að einhver hefði opnað kaffihús í Hlíðunum í góðærinu og seldi frappóinn á viðráðanlegu verði. Ég vildi að Miklabrautin hefði verið drifin í stokk í góðærinu. Ég vildi að hringvegurinn hefði verið tvöfaldaður í góðærinu. Ég vildi að það hefði verið lögð upphituð hraðbraut yfir Sprengisand í góðærinu! „Uss, hún ætti að skammast sín!" fussar sjálfsagt einhver og hefur rétt fyrir sér. En ég græt þá bara góðærið í hljóði.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun