Lífið

Buffari selur fimmaurabrandara

Pétur Örn hress í kríp í dós-bol en á þeim eru fimmaurabrandarar sem Pétur hefur skrifað niður í gegnum tíðina.Fréttablaðið/Valli - F49181209
Pétur Örn hress í kríp í dós-bol en á þeim eru fimmaurabrandarar sem Pétur hefur skrifað niður í gegnum tíðina.Fréttablaðið/Valli - F49181209

„Þetta eru fimmaurabrandarar fyrir lengra komna,“ segir Pétur Örn Guðmundsson - Pétur „Jesús“ í Buffinu - um boli sem hann hefur hafið framleiðslu á. Hann kallar fyrirtækið Kríp í dós. „Maður hefur verið að skrifa niður allskonar hugmyndir í gegnum tíðina en ég hef aldrei gert neitt í því. Núna ákvað ég að kýla loksins á þetta,“ segir hann. Pétur hefur búið til fimm tegundir af bolum til að byrja með. „Þetta eru meðal annars bolirnir Ég kemst í hátíðarsaab og Afi María. Einn er stílaður upp á krakkana og er með mynd af krókódíl með dekkjum og það stendur „Krókóbíll“ á honum. Ein týpan enn er af Jesú að tala voða mikið fyrir framan eitthvað fólk og undir stendur „Kristsmas“.“

Pétur er ekkert á leiðinni að hætta í söngnum, jafnvel þó bolasalan gangi vel - „Þetta er nú bara smá aukabúgrein. Mig langar þó alveg til að gera miklu meira af þessu enda eru til fullt af misgóðum og missúrum hugmyndum. Myndirnar hef ég ýmist látið teikna fyrir mig eða teiknað sjálfur. Munurinn sést vel þar sem ég teikna sjálfur eins og tveggja ára sofandi barn.“

Pétur segir áhugasama geta pantað boli á netinu - Facebooksíðan heitir Kríp í dós - og bolirnir eru einnig til sölu í Bónusvideósjoppunni í Hraunbæ í Árbæ. „Systir mín er með þá sjoppu, sko“ segir Pétur.- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.