Viðskipti erlent

Buffett fer í stærstu yfirtökuna á ferli sínum

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett hefur ákveðið að fara í stærstu yfirtökuna á ferli sínum. Fjárfestingafélag hans. Berkshire Hathaway, hefur ákveðið að kaupa 77% hlut í járnbrautarfélaginu Burlington Northern Santa Fe Corp.

Kaup Buffett nema hinni stjarnfræðilegu upphæð 26 milljörðum dollara eða um 3.250 milljörðum kr. Í samtali við Business Wire notaði Buffett líkingu úr pókermáli yfir þessa fjárfestingu sína og sagði hana vera „allt undir".

Fyrir utan Burtlington hefur Buffett verið í rólegheitum að byggja upp eignarhlut í Fort Worth járnbrautarfélaginu í Texas. Buffett telur að með hækkandi eldsneytisverði muni járnbrautir verða hagkvæmri flutningsmáti en vörubílar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×