Lífið

Ingibjörg sýnir á tískuvikunni í New York

Ingibjörg Ragnheiður sýnir hausttískuna fyrir árið 2010 á tískuvikunni í New York og verður þar í góðum félagsskap með helstu hönnuðum heims.
Ingibjörg Ragnheiður sýnir hausttískuna fyrir árið 2010 á tískuvikunni í New York og verður þar í góðum félagsskap með helstu hönnuðum heims.

„Þetta er stærsta tískuvika í heimi og ég komst að. Ég trúi þessu varla,“ segir fyrirsætan og fegurðardrottningin Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir, sem hefur dvalið í New York síðustu mánuði og komið sér á framfæri.

Ingibjörg sýnir á tískuvikunni í New York í febrúar á næsta ári, en allir helstu hönnuðir heims kynna þar haustlínu ársins 2010. Hún býst við annasamri viku.

„Ég fór í prufu og maðurinn sem ég talaði við vill koma mér að hjá sem flestum hönnuðum,“ segir Ingibjörg. „Hann vill að ég sýni fyrir hvern hönnuð í klukkutíma í senn. Sem þýðir að ég tek spretthlaup á milli sýningarpalla.“

Viðbrögðin sem Ingibjörg fékk í prufunni komu henni í opna skjöldu. „Ég bjóst ekki við að fá jákvætt svar um leið og ég mætti inn. Það var þannig,“ segir hún.

Fjölmargar fyrirsætur sóttust eftir að komast að og ljóst er að færri komast að en vilja. Ingibjörg verður vafalaust í góðum félagsskap þar sem fyrirsætur á borð við Gisele Bundchen, Kate Moss og Heidi Klum hafa sýnt á tískuvikunni og stjörnur eins og Victoria Beckham, Rihanna og Nicole Ritchie hafa setið á fremstu bekkjum við pallana. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.