Lífið

Fyrirsæta verður móðir

Adriana Lima og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn eftir helgi.
Adriana Lima og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn eftir helgi.

Ofurfyrirsætan Adriana Lima og eiginmaður hennar, serbneski körfuknattleiksmaðurinn Marko Jaric, eignuðust sitt fyrsta barn á mánudag. Hjónin eignuðust lítið stúlkubarn sem hefur hlotið nafnið Valentina Lima Jaric.

„Adriana og Marko eru himinlifandi. Móður og barni heilsast vel og föðurnum sömuleiðis,“ sagði í fréttatilkynningu sem hinir nýbökuðu foreldrar sendu frá sér.

Andriana Lima er þekktust sem fyrirsæta undirfatarisans Victoria‘s Secret og hefur tekið þátt í sýningum fyrirtækisins allt frá árinu 2000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.