Hamilton vongóður fyrir Silverstone 17. júní 2009 11:42 McLaren hefur ekki gengið eins vel í ár og í fyrra þegar Lewis Hamilton varð meistari. Bretinn Lewis Hamilton verður á heimavelli þegar lokamótið á Silverstone fer fram. Hann vann mótið í fyrra og varð meistari, en titilvörnin hefur gengið illa það sem af er. "Maður má ekki missa vonina. Ég vonast til að það fari að ganga betur hjá mér og McLaren. Ég tel að vísu ekki raunhæft að stefna á sigur á Silverstone. Við höfum bara ekki hraðann og erum að berjast um eitt af tíu efstu sætunum", sagði Hamilton aðspurður um möguleika sína á Silverstone í þetta skiptið. "Vissulega er þetta erfitt hlutskipti í ár, en við verðum að berjast áfram og kannski hafa strákarnir endurbætt bílinn eitthvað, þó ekki eins mikiði og við vorum að vonast fyrir mótið á heimavelli. Það hefur sannarlega verið lærdómsríkt að vera í botnbaráttunni þetta árið", sagði Hamilton. Hann varð í öðru sæti á fyrsta ári sínu í Formúlu 1, en vann titilinn með eins stigs mun í fyrra eftir mikla keppni við Felipe Massa í lokamótinu í Brasilíu. Sjá brautarlýsingu á Silverstone Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton verður á heimavelli þegar lokamótið á Silverstone fer fram. Hann vann mótið í fyrra og varð meistari, en titilvörnin hefur gengið illa það sem af er. "Maður má ekki missa vonina. Ég vonast til að það fari að ganga betur hjá mér og McLaren. Ég tel að vísu ekki raunhæft að stefna á sigur á Silverstone. Við höfum bara ekki hraðann og erum að berjast um eitt af tíu efstu sætunum", sagði Hamilton aðspurður um möguleika sína á Silverstone í þetta skiptið. "Vissulega er þetta erfitt hlutskipti í ár, en við verðum að berjast áfram og kannski hafa strákarnir endurbætt bílinn eitthvað, þó ekki eins mikiði og við vorum að vonast fyrir mótið á heimavelli. Það hefur sannarlega verið lærdómsríkt að vera í botnbaráttunni þetta árið", sagði Hamilton. Hann varð í öðru sæti á fyrsta ári sínu í Formúlu 1, en vann titilinn með eins stigs mun í fyrra eftir mikla keppni við Felipe Massa í lokamótinu í Brasilíu. Sjá brautarlýsingu á Silverstone
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira