Innhverf íhugun Lynch til bjargar Íslandi í kreppu 30. apríl 2009 08:00 David Lynch er viss um að innhverf íhugun geti komið Íslendingum að góðum notum nú um stundir. Hann heldur fyrirlestur í Háskólabíói á laugardaginn klukkan 14. Þar er ókeypis aðgangur.Nordicphotos/Getty „Ég hlakka mikið til, er búinn að vera á leiðinni í yfir tuttugu ár,“ segir kvikmyndaleikstjórinn David Lynch. Hann er væntanlegur til landsins á föstudaginn og hyggst flytja fyrirlestur um innhverfa íhugun, eða transcendental meditation eins og hún kallast á ensku. Lynch hefur að eigin sögn stundað innhverfa íhugun frá árinu 1973. Á síðari árum hefur hann einbeitt sér að því að kynna þessa hugleiðslutækni fyrir öllum heiminum, flogið heimshornanna á milli og flutt fagnaðarerindið. Heimildarmynd um ferðir hans er í vinnslu og hann útilokar ekki að Íslandsheimsóknin rati þar inn. „Mér skilst að Sigurjón [Sighvatsson] ætli að vera með tökulið og þetta gæti vel ratað inn,“ segir Lynch en þegar Fréttablaðið náði tali af honum var leikstjórinn staddur í París, í óða önn að búa sig undir Íslandsferðina. Að sögn Lynch getur innhverf íhugun komið Íslendingum að góðum notum í þeirri efnahagskreppu sem nú ríkir, því tæknin eykur möguleika mannskepnunnar á að nýta alla þá orku sem býr innra með henni. „Innhverf íhugun gerir þér kleift að vekja hinn meðvitaða huga til meðvitundar um óendanlega möguleika sína og leysa úr læðingi allan þann kraft sem býr innra með okkur. Í raun má segja að innhverf íhugun hjálpi mannskepnunni að fullnýta alla sína möguleika,“ útskýrir Lynch og bætir því við að samkvæmt kenningunni þurfi aðeins eitt prósent þjóðarinnar að stunda þessa hugleiðslutækni þrisvar á dag til að hún hafi áhrif út á við. „Þar sem þið Íslendingar eruð fámenn þjóð þyrftu því tiltölulega fáir einstaklingar að meðtaka þetta og sinna,“ segir Lynch, sannfærður um að tæknin komi Íslendingum að góðum notum. Leikstjórinn er síður en svo eini þekkti einstaklingurinn sem hefur hallað sér að innhverfri íhugun. Hreyfingin er runnin undan rótum gúrúsins Maharishi Mahesh Yogi sem kom með hana til Bretlands árið 1958. Hún vakti heimsathygli þegar Bítlarnir gengu henni á hönd og bæði Paul McCartney og Ringo Starr hafa stutt dyggilega við bakið á Lynch Foundation, sjóð sem er hugsaður til þess að veita henni brautargengi sem víðast. Lynch sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig dagskrá sinni væri háttað hér á landi, hún væri þó þéttskipuð og hann var efins um hvort honum tækist að sjá eitthvað fyrir utan borgarmörkin. „En ég reikna fastlega með því að koma hingað aftur,“ segir Lynch. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
„Ég hlakka mikið til, er búinn að vera á leiðinni í yfir tuttugu ár,“ segir kvikmyndaleikstjórinn David Lynch. Hann er væntanlegur til landsins á föstudaginn og hyggst flytja fyrirlestur um innhverfa íhugun, eða transcendental meditation eins og hún kallast á ensku. Lynch hefur að eigin sögn stundað innhverfa íhugun frá árinu 1973. Á síðari árum hefur hann einbeitt sér að því að kynna þessa hugleiðslutækni fyrir öllum heiminum, flogið heimshornanna á milli og flutt fagnaðarerindið. Heimildarmynd um ferðir hans er í vinnslu og hann útilokar ekki að Íslandsheimsóknin rati þar inn. „Mér skilst að Sigurjón [Sighvatsson] ætli að vera með tökulið og þetta gæti vel ratað inn,“ segir Lynch en þegar Fréttablaðið náði tali af honum var leikstjórinn staddur í París, í óða önn að búa sig undir Íslandsferðina. Að sögn Lynch getur innhverf íhugun komið Íslendingum að góðum notum í þeirri efnahagskreppu sem nú ríkir, því tæknin eykur möguleika mannskepnunnar á að nýta alla þá orku sem býr innra með henni. „Innhverf íhugun gerir þér kleift að vekja hinn meðvitaða huga til meðvitundar um óendanlega möguleika sína og leysa úr læðingi allan þann kraft sem býr innra með okkur. Í raun má segja að innhverf íhugun hjálpi mannskepnunni að fullnýta alla sína möguleika,“ útskýrir Lynch og bætir því við að samkvæmt kenningunni þurfi aðeins eitt prósent þjóðarinnar að stunda þessa hugleiðslutækni þrisvar á dag til að hún hafi áhrif út á við. „Þar sem þið Íslendingar eruð fámenn þjóð þyrftu því tiltölulega fáir einstaklingar að meðtaka þetta og sinna,“ segir Lynch, sannfærður um að tæknin komi Íslendingum að góðum notum. Leikstjórinn er síður en svo eini þekkti einstaklingurinn sem hefur hallað sér að innhverfri íhugun. Hreyfingin er runnin undan rótum gúrúsins Maharishi Mahesh Yogi sem kom með hana til Bretlands árið 1958. Hún vakti heimsathygli þegar Bítlarnir gengu henni á hönd og bæði Paul McCartney og Ringo Starr hafa stutt dyggilega við bakið á Lynch Foundation, sjóð sem er hugsaður til þess að veita henni brautargengi sem víðast. Lynch sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig dagskrá sinni væri háttað hér á landi, hún væri þó þéttskipuð og hann var efins um hvort honum tækist að sjá eitthvað fyrir utan borgarmörkin. „En ég reikna fastlega með því að koma hingað aftur,“ segir Lynch. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira