Lífið

Rómantík hjá Jolie og Pitt

Loksins kom frétt um Angelinu og Brad sem snýst ekki um yfirvofandi skilnað þeirra.
Loksins kom frétt um Angelinu og Brad sem snýst ekki um yfirvofandi skilnað þeirra.

Life & Style-tímaritið greinir frá því að stjörnuparið Angelina Jolie og Brad Pitt hafi fagnað því með rómantískum hætti að þau væru búin að vera saman í fimm ár. Og krakkaskarinn var víst skilinn eftir heima, aldrei þessu vant. Ofurstjörnurnar gættu þess vandlega að enginn myndi frétta af þessu afmæli sem átti sér stað hinn 28. nóvember og tókst svo vel til að þetta barst fyrst inn á borð bandarískra slúðurblaða í vikunni.

Samkvæmt Life & Style gistu þau á Chateau Marmont-hótelinu í Los Angeles sem er fyrir löngu orðið heimsfrægt fyrir þjónustu sína og lúxus. Pitt setti það sem skilyrði að hafa eingöngu samskipti við æðstu menn hótelsins til að kvöldið yrði ekki eyðilagt af aðdáendum og ljósmyndurum. Þau gistu eina nótt í glæsilegri svítu hótelsins og höfðu útsýni yfir sundlaugina og að sögn sjónarvotta héldust þau í hendur nánast allan tímann. „Angelina virtist vera mjög spennt og þau voru mjög afslöppuð enda virtust fáir vita af þeim þarna,“ segir einn sjónarvottur í samtali við Life & Style-tímaritið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.